fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Besta deild karla: Annar sigur KR kom í Eyjum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 19:56

Ægir Jarl skoraði í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV tók á móti KR í Bestu deild karla í kvöld.

KR-ingar byrjuðu betur og komust yfir strax á 3. mínútu. Þar var að verki Ægir Jarl Jónasson.

Heimamenn unnu sig inn í leikinn er leið á fyrri hálfleik og eftir tæpan hálftíma leik jöfnuðu þeir þegar Kristinn Jónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Gestirnir tóku aftur við sér eftir jöfnunarmarkið og uppskáru mark á 42. mínútu. Þá skoraði Kennie Chopart.

Ekki var mikið um opin færi í seinni hálfleik og að lokum sigldi KR 1-2 sigri heim. Í blálokin fékk Atli Hrafn Andrason í liði ÍBV rautt spjald

Þetta var annar sigur Vesturbæjarliðsins á leiktíðinni. Hinn kom gegn Fram í fyrstu umferð. KR er með sjö stig í fimmta sæti eftir fimm leiki.

Eyjamenn eru aðeins með tvö stig eftir jafnmarga leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Í gær

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins