fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Óhugnanlegt ofbeldi unglinga á Akureyri – „Börn taka börn hálstaki og í seinna skiptið ógnaði drengur stúlku með hníf“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 18:25

Lögreglustöðin á Akureyri. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef horft á lögregluna koma í hverfið mitt núna tvisvar á jafnmörgum vikum. Það þarf að stoppa þetta. Börn taka börn hálstaki og í seinna skiptið ógnaði drengur stúlku með hníf,“ segir ónefnd móðir á Akureyri.

Ofbeldi meðal unglinga og ungmenna í bænum er orðið svo mikið vandamál að stofnanir bæjarins hafa gripið til þess ráðs að senda tölvupóst á foreldra unglinga í bænum. Í bréfinu kemur fram að það tíðkist nú mjög að taka ofbeldi upp á myndskeið og dreifa þeim á samfélagsmiðlum. Dæmi sé um alvarlegar afleiðingar af slíkum líkamsárásum, bæði fyrir þolendur og gerendur.

Í bréfinu hvetja Lögreglan á Akureyri, Barnavernd Eyjafjarðar og Fræðslu- og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar foreldra til að taka höndum saman í baráttunni gegn ofbeldi ungmenna. Bréfið er eftirfarandi:

Síðast liðna mánuði hefur borið á slagsmálum unglinga ásamt því að sprottið hafa upp síður á samfélagsmiðlum þar sem birt eru myndbönd af unglingum í slagsmálum. Þátttakendur eru oftast unglingar á grunnskólaaldri og má sjá í myndböndum endurtekin högg og spörk í líkama andstæðings sem augljóslega skapar mikla hættu fyrir þann sem fyrir verður.

Dæmi eru um alvarlegar afleiðingar vegna slíkra líkamsárása, bæði fyrir þolendur og gerendur.

Við leitum eftir samstarfi við foreldra og forráðamanna unglinga í þeirri vinnu að snúa við útbreiddu viðhorfi sem virðist vera meðal unglinga að líkamsárásir sem þessar séu eðlileg og jafnvel eftirsóknaverð hegðun.

Við biðlum til foreldra og forráðamanna að ræða við ungmenni um þá ábyrgð og hættu sem fylgir því að taka þátt í slagsmálum. Að brýna fyrir þeim ábyrgðina sem fylgir því að vera áhorfandi eða á staðnum þegar slíkt ofbeldi á sér stað. Mikilvægt er að brýna fyrir unglingum að taka ekki þátt í slíkum slagsmálum, fylgja ekki ofbeldissíðum á samfélagsmiðlum og alls ekki að dreifa á milli sín slagsmálamyndböndum.

Hvetjum unglinga til að hafa samband við einhvern fullorðinn og/eða tilkynna til lögreglu í 112 ef þeir verða varir við slagsmál eða vita af slíkum atvikum sem verið er að plana eða eru í gangi.

Lögreglan er markvisst að fara yfir þau myndbönd sem berast, haldin er fræðsla fyrir nemendur, eftirlit aukið og rætt við þá aðila sem koma að málefnum barna/ungmenna.

Mikilvægt er að við tökum öll höndum saman og vinnum að því að stöðva þessa hegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst