fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Framsókn sparkar oddvitanum – „Margir munu kannast við fingraförin á þeim ómerkilegheitum sem þessi góði maður lýsir hér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. maí 2022 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar og oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn síðustu 12 ár, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar þess að honum var bolað út af framboðslista flokksins fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða næsta laugardag.

Helgi fer yfir málið í pistli á sunnlenska.is og sakar þar flokkinn um óheiðarleika. Á síðustu stundu hafi prófkjör verið blásið af og fólki raðað á lista. Helga var tjáð að hann passaði ekki inn í nýja og ferska Framsókn:

„En á þessum tímapunkti tók við einhver undarlegasta atburðarrás sem ég hef upplifað í stjórnmálastarfi mínu um ævina. Á síðustu stundu var prófkjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátttakan hefði verið léleg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir frambjóðendur og þeir samþykktu þá tilhögun. En næstu daga var slegið í og úr af stjórn félagsins varðandi framboðsmál flokksins og á endanum var mér tilkynnt af „sendiboða“ félagsins og flokksins að nærveru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og framboðið í vor. „Ný“ Framsókn þyrfti nýtt fólk í framboð og undirritaður væri ekki söluvæn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“

Helgi segir að þessi framkoma valdi því að hann hafi ákveðið að segja sig úr flokknum:

„Með þessum skrifum vil ég upplýsa alla þá sem hafa komið að máli við mig og aðra um ástæðu þess að ég er ekki í framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ástæðan er fólk og forysta, sem gripu inn í lýðræðislegan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til framboðs í Árborg. Vegna þessa alls og þeirrar framkomu sem viðhöfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Framsóknarflokksins skilji eftir áratuga samband og hef ég því ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og upplýst skrifstofu hans og formann flokksins um þá ákvörðun mína. Megi öllu heiðarlegu fólki ganga sem best á þeirri vegferð sem það er.“

Sigmundur Davíð sendir Framsóknarmönnum tóninn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, deilir grein Helga á Facebook-síðu sinni og sendir sneið til síns gamla flokks. Sigmundur hrökklaðist úr formannssæti Framsóknarflokksins árið 2016 í kjölfar afhjúpunar um Panama-skjölin, er í ljós koma að kona hans hafði átt aflandsfélag. Kalt hefur verið á milli Sigmundar og núverandi formanns flokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, og má leiða líkur að því að eftirfarandi sneið sé ætluð formanninum:

„Margir munu kannast við fingraförin á þeim ómerkilegheitum sem þessi góði maður lýsir hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs