fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Segir borgarfulltrúa með „alltof há laun“ fyrir litla vinnu – „Þetta er í raun og veru nice innivinna“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. maí 2022 12:27

Hverjir mynda næsta meirihluta í borgarstjórn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Lúna Baldursdóttir, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi, segir borgarfulltrúa á alltof háum launum miðað við vinnuframlag þeirra. Hún vekur athygli á þessu á Facebook.

„Ég var varaborgarfulltrúi í 8 ár – og fannst alltaf stórkostlega merkilegt hvað borgarfulltrúar voru með í laun fyrir þægilega vinnu. Einhver grunnlaun og svo allskonar aukasposlur fyrir stjórnarsetur. Svo voru þeir oft heima á vinnutíma og mæting ekki eins og í hefðbundna vinnu.“

Eva segir að samkvæmt hennar reynslu vinni borgarfulltrúar flestir litla handavinnu heldur fái þeir bara upplýsingarnar matreiddar ofan í sig.

„Borgarfulltrúar vinna í raun enga handavinnu – enga grunnvinnu. Sumir auðvitað en fáir skv. minni reynslu. Þeir lesa jú. Mögulega ekki allir.

Öll gögn eru unnin ofan í fólk af sérfræðingum og þeir sitja bara – tala – og taka ákvarðanir.

Það virtist einhvers konar þegjandi samkomulag að tala aldrei um hvað þetta er í raun og veru nice innivinna.“

Eva deilir færslunni í kjölfar fréttar Vísis þar sem greint var frá því að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hafi ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan í febrúar, en þar voru laun Hildar rakin sem eru um 1,4 milljónir á mánuði.

Grunnlaun borgarfulltrúa eru í dag um 892 þúsund krónur, en 624 þúsund hjá varaborgarfulltrúum. Ofan á þessi. laun bætast svo aukagreiðslur eins og 64 þúsund krónur í starfskostnað, 25 prósent álag á laun ef borgarfulltrúi gegnir formennsku í fagráði –  eða borgarstjórnarflokki eða ef hann situr í þremur eða fleiri fastanefndum. Borgarfulltrúar í borgarráði eiga rétt á 25 prósenta álagi á laun, kjörinn varamaður á rétt á 6 prósent álagi og formaður borgarráðs rétt á 40 prósent álagi.

Til að mynda eru þó nokkrir borgarfulltrúar að fá 25 prósent álagið tvisvar, svo sem þegar þeir sitja bæði í borgarráði sem og í þremur eða fleiri nefndum, og eru þá með um 1,4 milljónir í mánaðarlaun.

Fjórir varaborgarfulltrúar ná líka 25 prósenta álaginu og eru þá með 911 þúsund á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs