fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Búast við hitafundi á mánudag – „Við erum ekkert með endalaust pláss“

433
Sunnudaginn 1. maí 2022 21:00

Hásteinsvöllur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um gervigras og hallarstæði í Vestmannaeyjum, í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga klukkan 21. Pálmi Rafna Pálmason, fyrirliði KR, sat í settinu með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs en það er hart tekist á um í kommenta kerfinu um hvort eigi að gera.

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, og Ingi Sigurðsson, fyrrum stjórnarmaður KSÍ hafa eldað grátt silfur og er búist við hitafundi á mánudag þegar farið verður yfir þær breytingar sem gerðar verða á Hásteinsvelli í haust. Bæjarstjórn ÍBV og aðalstjórn félagsins hafa tekið ákvörðun um að leggja gervigras á Hásteinsvöll.

Til umræðu hafði verið að byggja við höllina sem nú er staðsett í Eyjum en í upphafi var hún sett upp með þeim möguleika að stækka hana.

video
play-sharp-fill

Ákvörðun var hins vegar tekinn um að ráðast fyrst í þá framkvæmd að leggja gervigras á Hásteinsvöll en það er umdeild ákvörðun.

„Það er dýrari framkvæmd að byggja við höllina en leggja gervigras og aðalstjórn ÍBV þurfti að velja og hafna,“ segir Hörður en hann skrifaði um málið í vikunni.

Pálmi segir aðspurður um gras og gervigras að hann kjósi að spila á grasi. „Ég er meira fyrir grasið. Á Íslandi er síðan spurning hvort það sé hægt. Við erum með Magga Bö, töframann og vallarvörð, sem hefur gert kraftaverk með Meistaravelli. Við erum ekkert með endalaust pláss og yfir vetrartímann er ekkert verið að æfa á grasvöllunum alveg sama hvað. Þar missum við mikið pláss til að hafa æfingar á sem leysist með gervigrasi.“

Pálmi er alinn upp á Húsavík sem hefur alið af sér fjölmarga gæðaknattspyrnumanninn og þar á bæ er frábært gervigras. „Eini ókosturinn við gervigrasið þar er að nú er Völsungur ekki lengur langbestir í innanhúsbolta,“ sagði hann og hló. „Það er mikilvægt að geta farið og æft fótbolta allt árið um kring. Þetta er ekkert eins og þetta var í gamla daga. Að leikmenn séu að æfa hand- eða körfubolta á veturna og fari síðan í fótbolta yfir sumarið. Þá þarf að hafa aðstæður fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord búin að skrifa undir alla pappíra

Liverpool og Feyenoord búin að skrifa undir alla pappíra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Í gær

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Í gær

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
Hide picture