fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Katrín neitaði að stytta páskafrí Alþingis

Eyjan
Föstudaginn 22. apríl 2022 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar, segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi hafnað beiðni stjórnarandstöðunnar um að páskahlé Alþingis yrði stytt svo hægt væri að ræða um fyrirhugaða niðurlagningu á Bankasýslu ríkisins. Þetta kemur fram á Facebook. Þar segir að Katrín hafi hafnað þessari beiðni með vísan til starfsáætlunar Alþingi sem geri ráð fyrir tveggja vikna þinghlé um páska.

Helga Vala greinir jafnframt frá því að hún hafi nú fyrir hönd þingflokksmanna stjórnarandstöðunnar óskað eftir að umræða eigi sér stað á þingfundi á mánudag um bankasöluna og niðurlagningu Bankasýslunnar þar sem þeir ráðherrar sem sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál verði til svara sem og þeir ráðherrar sem hafa tjáð sig í umræðunni um söluna á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka á lokuðu útboði sem hefur verið harðlega gagnrýnt.

„Vegna orða fjármálaráðherra i fréttum rétt í þessu um mikilvægi þinglegrar umræðu, sem og orð forsætisráðherra í síðustu viku tel ég rétt að upplýsa að ég hef, fyrir hönd þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar, óskað eftir að umræða eigi sér stað á þingfundi nk. mánudag um bankasöluna og niðurlagningu bankasýslu þar sem ráðherrar sem sæti eiga í ráðherranefnd um efnahagsmál verði öll til svara, sem og þeir ráðherrar aðrir sem hafa tjáð sig um málið. Þetta teljum við í stjórnarandstöðunni mikilvægt, enda þarf að upplýsa þingið um allt það sem ríkisstjórninni var kunnugt um og er kunnugt um varðandi söluna á fjórðungshlut almennings í bankanum og afdrif bankasýslu ríkisins.

Þá er rétt að upplýsa að forsætisráðherra hafnaði beiðni okkar í stjórnarandstöðu um að páskahlé þings yrði stytt og það kallað saman til umræðu um þetta stóra mál og þá fyrirætlan ríkisstjórnar að leggja niður bankasýslu ríkisins áður en niðurstaða er komin í rannsókn málsins af hálfu fjármálaeftirlits Seðlabanka og Ríkisendurskoðunar. Var því hafnað með vísan í starfsáætlun þingsins sem væri í gildi sem gerði ráð fyrir tveggja vikna þinghléi í kringum páska.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu