fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Samherja-símamálið: Yfirheyrslur frestast vegna vanhæfniskröfu lögmanns Þóru Arnórsdóttur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Svavarsdóttir, lögmaður Þóru Arnórsdóttur, hefur krafist þess að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra verði dæmt vanhæft til að rannsaka Samherja-símamálið. Af þessum sökum frestast yfirheyrslur lögreglu yfir fjórum blaðamönnum sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í málinu. Þetta eru þau Aðalsteinn Kjartansson, Þóra Arnórsdóttir, Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson.

Þetta herma öruggar heimildir DV en ekki tókst að ná sambandi við Berglindi Svavarsdóttur, sem er í fríi, við vinnslu fréttarinnar. Málflutningur um vanhæfniskröfuna verður fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra næstkomandi mánudag og má vænta úrskurðar sama dag.

Málið snýst um rannsókn á stuldi á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, vorið 2021, og afritun á gögnum úr símanum. Gögn úr síma Páls eru talin hafa verið undirstaða að fréttaflutningi Stundarinnar og Kjarnans um framferði svokallaðrar skæruliðadeildar innan Samherja.

Lengi hefur staðið til að yfirheyra blaðamennina fjóra en ljóst er að engar yfirheyrslur verða yfir þeim fyrr en einhvern tíma eftir næsta mánudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í Súlunesmálinu: Skipaði foreldrum sínum að sitja og standa að hennar ósk og bannaði þeim að tala við sig

Ákæran í Súlunesmálinu: Skipaði foreldrum sínum að sitja og standa að hennar ósk og bannaði þeim að tala við sig
Fréttir
Í gær

Þorbjörg þakkar stuðninginn eftir Kastljósið umdeilda – „Þá erum við alltaf að tala um alvöru fólk með alvöru tilfinningar“

Þorbjörg þakkar stuðninginn eftir Kastljósið umdeilda – „Þá erum við alltaf að tala um alvöru fólk með alvöru tilfinningar“
Fréttir
Í gær

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Í gær

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð