fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Samherja-símamálið: Yfirheyrslur frestast vegna vanhæfniskröfu lögmanns Þóru Arnórsdóttur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Svavarsdóttir, lögmaður Þóru Arnórsdóttur, hefur krafist þess að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra verði dæmt vanhæft til að rannsaka Samherja-símamálið. Af þessum sökum frestast yfirheyrslur lögreglu yfir fjórum blaðamönnum sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í málinu. Þetta eru þau Aðalsteinn Kjartansson, Þóra Arnórsdóttir, Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson.

Þetta herma öruggar heimildir DV en ekki tókst að ná sambandi við Berglindi Svavarsdóttur, sem er í fríi, við vinnslu fréttarinnar. Málflutningur um vanhæfniskröfuna verður fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra næstkomandi mánudag og má vænta úrskurðar sama dag.

Málið snýst um rannsókn á stuldi á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, vorið 2021, og afritun á gögnum úr símanum. Gögn úr síma Páls eru talin hafa verið undirstaða að fréttaflutningi Stundarinnar og Kjarnans um framferði svokallaðrar skæruliðadeildar innan Samherja.

Lengi hefur staðið til að yfirheyra blaðamennina fjóra en ljóst er að engar yfirheyrslur verða yfir þeim fyrr en einhvern tíma eftir næsta mánudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“