fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Evrópudeildin: West Ham náði í jafntefli manni færri – Börsungum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 21:18

Jarrod Bowen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í átta liða úrslitum í Evrópudeildinni rétt í þessu.

Eintracht Frankfurt tók á móti Xavi og hans mönnum í Barcelona í Þýskalandi. Marklaust var þegar dómari leiksins flautaði til loka fyrri hálfleiks en heimamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks með marki Ansgar Knauff.

Ferrán Torres jafnaði fyrri Barcelona á 66. mínútu og útlitið varð enn bjartara fyrir gestina tólf mínútum síðar þegar Lucas Melo var rekinn útaf í liði Frankfurt. Börsungum tókst þó ekki að nýta sér liðsmuninn og lokatölur 1-1.

Leik West Ham og Lyon endaði einnig með jafntefli. Aaron Cresswell í liði heimamanna fékk að líta beint rautt spjald á lokamínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir að brjóta á síðastast sóknarmanni Lyon en staðan var markalaus þegar flaut var til loka fyrri hálfleiks.

Jarod Bowen kom 10 mönnum West Ham í forystu á 52. mínútu og gerði allt vitlaust á London vellinum. Tanguy Ndombele, sem er í láni hjá Lyon frá Tottenham, jafnaði á 66. mínútu þegar hann fylgdi eftir fyrirgjöf Tete sem Alphonse Areola, markvörður West Ham, sló út í teiginn.

West Ham menn héldu áfram að sækja þrátt fyrir að vera manni færri en hvorugu liði tókst að bæta við marki og lokatölur 1-1 jafntefli. Liðin mætast aftur í næstu viku.

Þá vann Sporting Braga 1-0 sigur á Rangers en skoska liðið sló Borussia Dortmund út í 16-liða úrslitum. Abel Ruiz skoraði eina mark leiksins og sigurmark Braga á 40. mínútu. Fyrr í kvöld gerðu RB Leipzig og Atalanta 1-1 jafntefli.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu