fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Ný þungunarrofslög samþykkt í Oklahoma

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 19:30

10 vikna fóstur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingið í Oklahoma samþykkti á þriðjudaginn ný lög um þungunarrof. Samkvæmt þeim verður þungunarrof að mestu leyti ólöglegt í ríkinu. Aðeins má grípa til þungunarrofs ef lífi móðurinnar er ógnað.

Það verður hægt að refsa þeim sem framkvæma þungunarrof með allt að tíu ára fangelsi og sekt upp á 100.000 dollara.

Repúblikanar fara með völd í ríkinu og það var meirihluti þeirra á ríkisþinginu sem samþykkti lögin. Nú þarf ríkisstjórinn, Kevin Stitt, að staðfesta þau en hann er einnig Repúblikani og hefur ekki farið leynt með andúð sína á þungunarrofi. ABC News segir að Stitt hafi sagt að hann muni staðfesta öll lög, sem þrengja heimildir til þungunarrofs, sem koma inn á hans borð.

Lögin munu væntanlega taka gildi í sumar nema dómstólar komi í veg fyrir það.

„Þessi skaðlegu lög eru ógnvekjandi áminning um að dagar með aðgengi að öruggu og löglegu þungunarrofi heyra sögunni til sagði Tamya Cox-Toure, framkvæmdastjóri American Civil Liberties Union of Oklahoma en samtökin berjast meðal annars fyrir frjálsu aðgengi kvenna að þungunarrofi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“