fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Sigurður Ingi hringdi í Brynju í gær „fullur iðrunar“ – „Við erum mannleg og skítum stundum upp á bak“

Eyjan
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 10:31

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur verið gagnrýndur undanfarna daga fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður baðst í gær afsökunar á ummælunum, þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans hafi á sunnudag þvertekið fyrir að ummælin hafi fallið.

Brynja Dan, varaþingmaður Framsóknarflokksins, greindi frá því í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að Sigurður Ingi hafi hringt í hana í gærkvöldi til að ræða við hana um málið.

Aðspurð um hvernig málið hafi lagst í hana svaraði Brynja því til að þetta hafi verið sárt.

„Ég ætla ekkert að neita því að þetta er bara ömurlegt og sárt og bara glatað og mér leið illa í allan gærdag og var bara einhvern veginn að melta þetta allt saman.“

Sigurður Ingi hafi hringt í hana til að ræða málin og segist Brynja ekki efa það að ráðherrann sjái verulega eftir ummælum sínum.

„Við bara ræddum málin og hann er fullur iðrunar, og ég efast ekki um það í eina sekúndu, og hann er svekktastur út í sjálfan sig. Það er bara þannig að við erum mannleg og skítum stundum upp á bak og þá finnst mér svona spurningin vera hvernig við ætlum að hreinsa upp eftir okkur, bæta okkur og gera betur og bara horfa fram á við.“ 

Brynja segir það ekki hafa verið hennar upplifun að rasismi eigi sér stað innan Framsóknar, þvert á móti sé fjölbreytileikanum fagnað.

Sjálf hefur Brynja orðið fyrir sambærilegum ummælum og Vigdís, sem Sigurður Ingi er sagður hafa kallað „þá svörtu“.

„Þegar ég var einhvern tímann að pönkast í MAST fyrir tveimur árum síðan þá var ónefndur forsetaframbjóðandi sem hrópar það yfir matsölustað fyrir austan fjall hvað þessi svarta væri nú að skipta sér að, hvað hún vildi upp á dekk. Ég hefði nú alveg þegið það að hann hefði hringt í mig og beðist afsökunar og ég veit að Sigurður Ingi vill ná á Vigdísi og ég vill að hann vill biðjast afsökunar.“

Brynja segir að hún hafi heyrt að þingmaður Samfylkingarinnar hafi tengt ummæli Sigurðar Inga við útlendingalöggjöfina. Hún segir það dæmi um rasisma.

„Við erum ekki útlendingar og mér finnst það til dæmis mjög niðrandi, eða svona rasisminn er þar. Ég er ekki útlendingur, Vigdís er ekki útlendingur.“ 

Bendir Brynja á að hvorki hún né Vigdís séu „svartar“ heldur asískar að uppruna, en Bynja er ættldeidd frá Srí Lanka og Vigdís frá Indónesíu.

„Það er kannski einn angi fáfræðinnar. Við erum ekki svartar, ef við ætlum að vera mjög tæknileg þá erum við gular.“ 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi