fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Líkir biðlistanum við Squid Game – „Enginn veit hver verður næstur“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 1. apríl 2022 14:00

Diljá Mist - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, las um helgina átakanlegt viðtal við ungan mann og móður hans en maðurinn sem um ræðir hefur glímt við vímuefnavanda hálfa ævi sína. Maðurinn er einn af þeim fjölmörgum hér á landi sem bíða eftir því að komast í meðferð vegna fíknisjúkdómsins.

Viðtalið var kveikja að pistli sem Diljá skrifar og birti á Vísi í dag. „Á meðan hann bíður er það fjölskyldan sem styður hann og annast, sérstaklega móðir hans. Við aðstandendur vitum vel hvað þessi bið þýðir,“ segir Diljá í pistlinum en hún þekkir það að vera aðstandandi fólks með fíknisjúkdóm. Eldri systir hennar, Susie Rut, lést árið 2007, eftir of stóran skammt af fíkniefnum.

„Við þekkjum það að þora ekki að slökkva á símanum á nóttunni, að hrökkva í kút þegar dyrabjöllunni er hringt af ótta við slæmar fréttir. Hundruð sjúklinga sem bíða eftir meðferð þýðir þúsundir aðstandenda sem vaka og sofa yfir örlögum þeirra.“

Diljá bendir á að fíknisjúkdómar séu lífshættulegir og að það geti verið dauðadómur að bíða eftir meðferð. „Ungi maðurinn lýsir því að hann hafi misst fjóra vini úr ofneyslu frá því í desember,“ segir hún.

Þá líkir Diljá biðlistanum við kóresku Netflix-þættina Squid Game en í þáttunum tók fólk þátt í keppni þar sem hver keppandinn lést á fætur öðrum. „Líf fólks í fíknivanda sem bíður eftir meðferðarúrræði er eins og raunveruleg útgáfa af Squid Game; líf þátttakenda eru undir og enginn veit hver verður næstur,“ segir hún.

„Langir biðlistar eftir meðferð eru mótsögn við þá miklu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Af þeim sökum hef ég, ásamt hópi þingmanna, lagt fram tillögu til þingsályktunar Alþingis um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnafíknar. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra falið að skipa starfshóp sérfræðinga til að greina þá hópa sem fá ekki viðhlítandi þjónustu vegna fíknar sinnar, og að hópnum verði falið að koma með tillögur að úrbótum. Það er nauðsynlegt að hópar vímuefnasjúklinga verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi.“

Diljá segir að það ætti að vera algjört forgangsmál hjá stjórnvöldum að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Þá fullyrðir hún að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma sé besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum.

„Með því látum við ekki sitja við orðin tóm; með því tökum við á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“