fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Vill rífa Gaflaraleikhúsið og stækka víkingaþorpið

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 29. mars 2022 14:44

Gaflaraleikhúsið og Fjörukráin. Skjáskot/Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar, hefur keypt eignina á Víkingastræti 2 þar sem Gaflaraleikhúsið er nú til húsa. Hann ætlar að láta rífa húsið og stækka við Víkingahótelið. Fjarðarfréttir greindu frá þessu.

Jóhannes segir í samtali við DV hans markmið sé ekki síst að fegra miðbæinn og byggja upp í átt við það útlit sem einkennir víkingaþorpið svokallaða.

Húsið að Víkingastræti 2 var byggt 1920. „Það er vitað að þetta hús er úr sér gengið,“ segir hann. Þarna hafi verið verksmiðja áður en leyfi var veitt fyrir leikhúsinu.

Jóhannes hefur þegar sótt um deiliskipulagsbreytingu vegna niðurrifsins og nýrrar viðbyggingar en skipulags- og byggingarráð tók neikvætt í þær hugmyndir sem þá voru lagðar fram. Hann segir að þetta hafi aðeins verið ein tillaga og segist ótrauður ætla að halda áfram og koma með nýja tillögu þar til hann fær samþykkt.

„Við erum að koma með tillögu að hótelbyggingu,“ segir hann en hugmyndin er að bæta við 50 herbergjum.

Núverandi leigusamningur rennur út  í júní á næsta ári og vonast Jóhannes til að þá verði hægt að hefjast handa.

Þá bendir hann á að bæjarstjórnarkosningar séu í vændum og hann treysti því að nýir bæjarfulltrúar sem koma þá inn hafi hug á að hlúa betur að þessum hluta Hafnarfjarðar sem í raun sé hjarta bæjarins.

Fjörukráin. Nýja byggingin yrði í þessum stíl. Mynd/GVA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru

Fjórir sem höfðu samræði við þroskaskerta konu sleppa við ákæru