fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Segja að Pútín endurtaki slæm mistök annarra einræðisherra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 07:00

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkurnar á að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hrökklist frá völdum eða verði rutt úr vegi hafa aukist eftir að hann fyrirskipaði rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu. Með innrásinni gerði hann sömu mistök og aðrir einræðisherrar hafa gert.

Þetta er mat Jacob Nyrup, aðjunkts við Oslóarháskóla, sem rannsakar einræðisherra og einræðisríki. Í samtali við TV2 sagði hann að svo virðist sem Pútín sé að gera sömu mistök og aðrir einræðisherrar hafa gert á undan honum.

„Hann hefur verið allt of bjartsýnn. Hann er búinn að búa til sögu um að Úkraína sé hliðholl Rússum og sé haldið í járngreipum af stjórn sem er vestræn. Ég held að hann hafi trúað þessum lygum. En hann vanmat mótspyrnu Úkraínumanna og samstöðu Vesturlanda,“ sagði Nyrup.

Jakob Tolstrup, sem er lektor við stjórnmálafræðideild Árósaháskóla og rannsakar einnig einræðisherra og einræðisríki, segir að stjórn Pútíns á Rússlandi einkennist af persónulegu einræði. Það sem einkennir slíkt einræði er að einræðisherrann hefur öll völd í höndum sínum og er mjög einráður.

Bæði Nyrup og Tolstrup líktu ákvörðunum Pútíns við ákvörðun Argentínumanna um að ráðast á Falklandseyjar 1982, innrás Íraks í Kúveit 1990 og innrás Úganda í Tansaníu 1978. Þeir sögðu að í þessum tilfellum hafi einræðisherrar ofmetið styrk sinn og viðbrögðin við árásum þeirra. Á sama hátt hafi Pútín vanmetið hversu öflug viðbrögðin við innrásinni hafi verið, bæði frá Úkraínu og Vesturlöndum.

„Einræðisherrar eins og Pútín eru yfirleitt mjög öruggir í embætti en ég held að þetta hafi haft áhrif og auki líkurnar á að hann missi völdin,“ sagði Nyrup.

Bæði Nyrup og Tolstrup líktu Pútín við Saddam Hussein sem hafði byggt upp stjórnkerfi þar sem öll völdin voru á hans hendi og öll mótmæli gegn honum voru bæld niður. Hann hafi vanmetið viðbrögðin við innrásinni í Kúveit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma