fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Pieta samtökin fá stærra húsnæði – Starfssemin hefur aukist mikið

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 28. mars 2022 19:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píeta samtökin, munu flytja starfsemi sína í nýtt og stærra húsnæði í júní nk. Starf samtakanna hefur aukist mikið af umfangi á síðustu árum og rúmar núverandi húsnæði ekki lengur starfsemina.

Nýtt húsnæði er staðsett við Amtmannsstíg 5a í miðbæ Reykjavíkur. Húsnæðið er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, oft kenndum við Subway. Leigusamningurinn er til þriggja ára með möguleika á framlengingu.

Það er Oddfellowstúkan nr.3, Hallveig, sem gerir samtökunum kleift að flytja sig um set, en stúkan fagnaði 100 ára afmæli sínu á síðasta ári og er þetta framtak stúkunnar eitt af þeim styrktarverkefnum sem þau inna af hendi í tilefni afmælissins.  Oddfellow mun að mestu standa straum af kostnaði húsnæðisins með greiðslu leigu í 3 ár og jafnframt standa að endubótum á húsnæðinu áður en til innflutnings kemur.  Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi húsnæðissins, mun einnig styrkja samtökin í formi leigugreiðslna. Eru samtökin því komin í öryggt skjól næstu þrjú árin, hið minnsta.

Leigusamningur var undirritaður í dag að viðstöddum fulltrúum frá Píeta samtökunun, félögum frá Oddfellowstúkunni nr. 3, Hallveigu og , Skúla Gunnari Sigfússyni, eiganda húsnæðissins.

Samtökin eru nú starfrækt í húsnæði að Baldursgötu 7, en það er leigufélagið Alma sem hefur látið samtökunum húsnæðið í té endurgjaldslaust síðan 2018.

„Píeta samtökin þakka af alhug þann velvilja og stuðning sem í þessum framlögum felst. Það er einmitt þessi velvilji í garð starfseminnar og skilningur á nauðsyn hennar sem gerir okkur kleift að halda áfram að stuðla að forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, og veita þeim meðferð sem þurfa á henni að halda. „Það er alltaf von“, er eitt af kjörorðum samtakanna. Ykkar stuðningur styrkir enn frekar við þessi mikilvægu skilaboð og fyrir það erum við djúpt þakklát,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, framkæmdarstjóri Píeta.

Arna Pálsdóttir, starfandi formaður stjórnar Píeta samtakanna tekur í sama streng „Samtökin hafa sýnt fram á mikilvægi sitt með miklum vexti sl. ár. Það er nauðsynlegt að samtökin komist í húsnæði sem mætir þörfum bæði starfsmanna og skjólstæðinga. Við erum afskaplega þakklát okkar styrktaraðilum sem gera samtökunum kleift að sinna þessu mikilvæga málefni.“

„Oddfellowreglan er líknar- og mannræktarfélag og þessi stuðningur við Píeta samtökin fellur vel að áherslum okkar. Það er því mikil ánægja í okkar röðum að geta veitt þennan stuðning þegar við fögnum 100 ára afmæli stúkunnar nr. 3, Hallveigar“ sagði Þórir Haraldsson formaður Mannúðarsjóð stúkunar.

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Einnig styðja samtökin við syrgjendur í gegnum hópastarf.  Píeta samtökin bjóða uppá viðtöl og stuðningshópa fyrir 18 ára og eldri, bæði í húsnæði sínu að Baldursgötu 7 (og síðar að Amtmannsstíg 5a) og í gegnum fjarsamtöl.

Píetasíminn er 5522218 og opinn allan sólarhringinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ingibjörg bendir á kaldhæðni örlaganna varðandi eldgosið

Ingibjörg bendir á kaldhæðni örlaganna varðandi eldgosið
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland