fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Fjöllistamaðurinn Kristinn Óli skellir sér í auglýsingabransann – Pipar\TBWA ræður fjóra nýja starfsmenn

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 28. mars 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir nýir starfsmenn hafa bæst í hópinn á auglýsingastofunni Pipar\TBWA að undanförnu. Það eru þau Ásgeir Tómasson sem er hreyfigrafíker, Alma Guðmundsdóttir nýr fjármálastjóri, Kristinn Óli Haraldsson gengur til liðs við texta- og hugmyndadeild og Johanne Turk hefur með höndum leitarvélabestun.

Ásgeir Tómasson lauk námi í stafrænni hönnun frá Tækniskóla Íslands fyrir einu ári og kom til starfa síðasta sumar. Hann leggur gjörva hönd á alla hönnun þar sem hreyfingar er þörf. Það tók hann nokkurn tíma að átta sig á því hvað hann langaði að stunda í lífinu en eftir viðkomu í líffræði og tölvunarfræði söðlaði hann um yfir í hreyfigrafíkina og fann þar sína réttu hillu.

Alma Guðmundsdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað við bókhald, skrifstofuhald og fjármálastjórn í gegnum tíðina, lengst af hjá Íslenskum markaðsrannsóknum, Gallup, síðar Capacent. Í kjölfarið gerðist hún fjármálastjóri Já hf., um tveggja ára skeið eða þar til hún gerðist fjármálastjóri hjá Hjallastefnunni árið 2017 þaðan sem hún kom nú í febrúar til starfa í Pipar\TBWA. Utan vinnunnar, starfar hún með Soroptimistum sem er alþjóðleg hreyfing kvenna. Innan þeirra samtaka hefur hún gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og er núna fyrsti varaforseti Landssambands Soroptimista.

Kristinn Óli Haraldsson hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður, leikari og jafnvel leikstjóri. Dúóið JóiP og Króli varð landsþekkt fyrir fáum árum og nýtur mikilla vinsælda og samstarf þeirra félaga stendur enn. Frá unga aldri hefur Kristinn Óli tekið þátt í og farið með hlutverk bæði á sviði sem og í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sem leikari ætlar að starfa, söngvari og dansari. Hann lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi og er þegar orðinn öflugur liðsstyrkur. Kristinn Óli hóf störf í febrúar á þessu ári.

Johanne Turk lauk háskólamenntun í háskólanum í Lille í Norður-Frakklandi, mastersgráðu í vef- og margmiðlun. Í náminu kviknaði brennandi áhugi á leitarvélabestun en hún er einnig með góðan grunn í forritun. Að námi loknu starfaði hún á vefstofu í Norður-Frakklandi í sínu fagi, leitarvélabestun, en réði sig síðan til einnar stærstu vefstofu Frakklands þar sem hún öðlaðist enn frekari starfsreynslu í þeirra grein. Hún ákvað síðan að söðla um og flytjast búferlum til Íslands og kom til starfa hjá Pipar\TBWA á haustmánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum