fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Gísli fékk hvítan Monster í mötuneyti Alþingis – „Meiri árangur en Brynjar Níelsson náði á öllum sínum þingferli“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. mars 2022 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli fyrr í þessum mánuði þegar Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, sendi forsætisnefnd Alþingis formlega beiðni þess efnis að orkudrykkurinn hvítur Monster væri seldur í matsal þingsins.

Í dag birti Gísli síðan mynd úr matsalum þar sem glögglega má sjá hvítan Monster meðal annarra drykkja sem þar eru til sölu. Með myndinni skrifar Gísli að þetta sé fyrsta málið hans sem nái í gegn á Alþingi, en kann kom nýr inn eftir alþingiskosningarnar í haust.

Smári McCarthy, fyrrverandi þingmaður Pírata, er meðal þeirra sem skrifa við færsluna og hann segir: „Þetta er meiri á árangur en Brynjar Níelsson náði á öllum sínum þingferli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt