fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Erfitt að finna húsnæði fyrir úkraínska flóttamenn – 300 komnir til landsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. mars 2022 09:00

Gylfi Þór Þorsteinsson - Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 300 úkraínskir flóttamenn eru komnir til landsins að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, sem stýrir aðgerðahópi vegna komu flóttafólks frá Úkraínu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í gær hafi verið haldin æfing á vegum almannavarna vegna komu flóttafólks. „Sú æfing miðaðist við fyrstu viðbrögð ef hingað kæmi mjög stór hópur í einu. Hér er húsnæðisskortur og til að mynda skortur á leiguhúsnæði á almennum markaði. Þá þarf að búa til viðbragð og það viðbragð hefur verið í vinnslu,“ hefur Morgunblaðið eftir Gylfa.

Hann sagði mikla áherslu lagða á að útvega flóttafólkinu húsnæði. Af þeim 300 sem nú þegar eru komin til lands býr hluti hjá ættingjum og vinum en mjög stór hluti nýtir sér úrræði Útlendingastofnunar að sögn Gylfa.

Hann sagði að fyrir liggi að búsetuúrræði Útlendingastofnunar séu af skornum skammti því tugir annarra flóttamanna komi til landsins daglega. Húsnæðismálin séu stórt vandamál og því hafi verið óskað eftir því við almenning, fyrirtæki, verkalýðsfélög og sveitarfélög að leggja til íbúðarhúsnæði, jafnvel þótt það sé aðeins til skamms tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“