fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Rússar sagðir hafa gert sprengjuárás á leikhús þar sem 1.200 borgarar höfðu leitað skjóls – Orðið „Börn“ hafði verið skrifað við húsið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 06:48

Orðið börn hafði verið skrifað stórum stöfum við gafla hússins. Mynd:Maxar Technologies/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskir embættismenn saka rússneskar hersveitir um að hafa gert árás á leikhús í Mariupol í gær þar sem allt að 1.200 almennir borgarar, aðallega konur og börn, höfðu leitað skjóls. Orðið „Börn“ hafði verið skrifað stórum stöfum við leikhúsið og sást vel úr lofti. Rússar eru einnig sakaðir um að hafa ráðist á sundlaug þar sem barnshafandi konur og ung börn höfðu leitað skjóls. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa skotið á bílalest almennra borgara sem voru að flýja frá borginni.

Volodymyr Zelenskyy, forseti, sagði í gærkvöldi að árásin á leikhúsið hafi ekki verið óviljaverk og að enn væri ekki ljóst hversu margir hefðu látist í henni. „Hjörtu okkar eru brostin vegna þess sem Rússar eru að gera fólkinu okkar,“ sagði hann. Hann líkti síðan umsátrinu og árásunum á Mariupol við umsátrið um Leníngrad í síðari heimsstyrjöldinni.

Ástandið í Mariupol er mjög slæmt og hefur verið það dögum saman. Rússar láta flugskeytum og stórskotaliðshríð rigna yfir borgina. Ekkert rennandi vatn er í borginni, matarskortur er mikill og eyðileggingin gríðarleg.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort manntjón hafi orðið í árásunum á leikhúsið og sundlaugina í gær en borgarstjórnin sagði í gær að „sprengjum var varpað á byggingar þar sem mörg hundruð friðsamir borgarbúar hafi leitað skjóls“. „Við vitum ekki hvort einhver lifið af,“ sagði einn sjónarvottur og bætti við að sprengjubyrgið væri þakið  braki, það hafi verið fullorðnir og börn í því. Leikhúsið gegndi hlutverki loftvarnarbyrgis.

Pavlo Kyrylenko, hjá héraðsstjórn Donetsk, sagði að Rússar hafi einnig skotið á Neptune sundlaugina. „Núna eru barnshafandi konur og konur með börn undir rústunum þar,“ sagði hann á Telegram að sögn The Guardian og bætti að sögn við að útilokað sé að leggja mat á fjölda látinna eftir þessar árásir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“