fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Engin tilviljun að hershöfðingjar Rússa séu stráfelldir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. mars 2022 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun var greint frá því að Úkraínumenn hefðu fellt fjórða rússneska hershöfðingjann síðan stríðsrekstur Pútín hófst í landinu þann 24. febrúar síðastliðinn.  Úkraínska innanríkisráðuneytið sagði að úkraínskar hersveitir hefðu drepið rússneska hershöfðingjann Oleg Mitjaev í  þegar rússneskar hersveitir gerðu áhlaup á Mariupol í gær.

BBC fjallaði um málið fyrr í kvöld en þar kom fram að sérfræðingar telji að þegar stríðið hófst hafi 20 hershöfðingjar stýrt umfangsmiklum aðgerðum Rússa í Úkraínu. Það þýðir að 20% þeirra hafi þegar fallið í stríðinu.

Sérfræðingar hafa klórað sér í kollinum yfir því af hverju svo háttsettir hermenn séu svo nærri víglínunni og hvort að ástæðan sé sú að stríðsreksturinn gangi mun verra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í umfjöllun BBC er því velt upp að Úkraínumenn séu einfaldlega að leggja þunga áherslu á að finna þessa menn og vega þá.

„Það að einn væri felldur væri tilviljun. Þessi fjöldi þýðir að það sé verið að leita þá uppi,“ hefur BBC eftir Ritu Konaev frá Georgetown-háskóla. Hún segir að fréttir af slíkum vígum muni eflaust stuðla að auknum baráttuanda og bjartsýni hjá Úkraínumönnum.

Frétt Wall Street Journal virðist ýta undir þessar getgátur en þar er haft eftir nafnlausum einstaklingi sem á að vera í innsta hring hjá Zelensky Úkraínuforseta að sérstök deild innan hersins sé að leita uppi rússneska yfirmenn í átökunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna