fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Edda Falak spennt fyrir samstarfinu með Stundinni

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 15:53

Edda Falak. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Falak, aktívisti og hlaðvarpsstjórnandi með meiru, er komin í samstarf með Stundinni en hlaðvarpsþættir hennar, Eigin konur, munu hér eftir birtast á Stundinni. Þá segir Stundin að ritstjórn þeirra muni veita ráðgjöf og aðstoð við heimildarvinnu í undirbúningi þáttanna.

Edda segir í samtali við DV að hún sé mjög spennt fyrir samstarfinu.

Í fyrra hóf Edda að birta hluta af hlaðvarpsþáttunum bakvið greiðsluvegg á vefsíðunni Patreon. Nú munu áskrifendur Stundarinnar fá aðgang að lokuðu þáttunum en þeir verða einnig opnir fyrir áskrifendur hlaðvarpsins á Pateron.

Númer 579 í Blaðamannafélaginu

Síðan hlaðvörp fóru að verða vinsæl hér á landi hefur það verið mikið milli tannanna á fólki hvort flokka eigi hlaðvörp sem fjölmiðla. Þar sem Eigin konur er nú komið í samstarf með Stundinni hlýtur að vera erfitt að telja hlaðvarpið ekki sem fjölmiðil.

Þá er Edda einnig orðinn félagi í Blaðamannafélagi Íslands en fyrir þá sem eru áhugasamir um skrásetningu fólks í félaginu, sem eru eflaust engir nema kannski nokkrir blaðamenn, fékk Edda úthlutað blaðamannaskírteini númer 579.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára
Fréttir
Í gær

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“