fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Vilhjálmur spyr hvernig vera megi að stjórnvöld bjóði neytendum upp á svona ástand

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna verðbólgu hafa skuldir heimilanna hækkað um 87 milljarða.  Vilhjálmur Birgisson, formaður Vekalýðsfélags Akraness, segir með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki gripið til aðgerða vegna hækkunar bensínverðs og heildaráhrifa veðbólgu á vísitölu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Sænska ríkisstjórnin hefur brugðist við hækkun bensínverðs og lagt til að gripið verði til ráðstafana til að bæta neytendum upp hærra eldsneytis- og raforkuverð í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Vilhjálmur vill að gripið verði til aðgerða í þessum dúr hér á landi.

ASÍ, Neytendasamtökin og fleiri félög hafa kallað eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar, að gjöld á jarðefnaeldsneyti verði lækkuð en ríkið tekur til sín um helming útsöluverðs hvers bensínlítra.

Vilhjálmur segir með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki skipað starfshóp til að koma með tillögur um hvernig sé hægt að mæta því ástandi sem nú ríkir. „Löndin í kring hafa gripið til aðgerða en hér erum við með fjárskuldbindingar heimila og fyrirtækja beintengdar við íslensku vísitöluna sem gerir það að verkum að skuldir heimilanna eru að stökkbreytast,“ sagði hann.

Á síðustu 12 mánuðum hafi verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað um 87 milljarða ef miðað er við 6,2% verðbólgu. „Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld bjóði íslenskum neytendum upp á svona ástand?“ sagði hann og bætti við að fyrst hafi Covid hleypt verðbólgunni upp og nú sé það „brjálæðingur í Rússlandi“ sem hleypi öllu í bál og brand með þeim afleiðingum að óðaverðbólga sé í allri Evrópu.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn