fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn sagðir hafa tekið 500 Úkraínumenn sem gísla

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 07:10

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermenn eru sagðir hafa tekið 500 Úkraínumenn sem gísla á sjúkrahúsi í Mariupol. Pavlo Kyrylenkio, héraðsstjóri í Donetsk, skýrði frá þessu að sögn AP.

Hann sagði að bæði sjúklingar, heilbrigðisstarfsfólk og nágrannar sjúkrahússins hafi verið teknir í gíslingu.

Gíslatakan er sögð hafa byrjað síðdegis í gær og noti rússnesku hermennirnir gíslana sem mannlegan skjöld til að halda sjúkrahúsinu á sínu valdi.

Pavlo sagði að sjúkrahúsið hafi orðið fyrir skemmdum vegna skothríðar en læknar og hjúkrunarfræðingar haldi áfram  að sinna sjúklingum á bráðabirgðadeildum í kjallaranum. Hann hvatti leiðtoga heims til að bregðast við „þessum grófu brotum gegn mannkyni“.

Ekki eru margir dagar síðan rússneskar hersveitir réðust á fæðingarsjúkrahús í Mariupol.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt