fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Fréttir

Lýsir yfir stuðningi við Rússland – Eitt atriði vekur reiði Rússa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 08:00

Sonia. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum bara orðin enn meiri föðurlandsvinir.“ Þetta skrifaði Sonia Plotnikova, dóttir rússneska þingmannsins Vladimir Plotnikov, í færslu á Instagram um það mótlæti sem Rússar hafa mætt í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu.

„Við munum komast í gegnum þetta mótlæti. Rússland er sterkasta landið. Þetta hefur allt saman þjappað Rússum betur saman. Við erum bara orðin enn meiri föðurlandsvinir,“ skrifaði hún í færslunni en hún er með um 130.000 fylgjendur.

En mörgum finnst mikil hræsni búa á bak við orð hennar og segja má að flestar athugasemdirnar við færslu hennar snúist um það.

Ástæðan er að Sonia er í öruggri fjarlægð frá átakasvæðinu því á myndinni situr hún í The Palm Jumeirah í Dubai. Það er þekkt paradís auðkýfinga. Hún þarf því ekki að hafa áhyggjur af að refsiaðgerðir Vesturlanda snerti hana eða lífsstíl hennar.

Meðal þess sem fólk hefur skrifað við færslu hennar er:

„Föðurlandsvinir sem sitja í Dubai með stolna peninga?“

„Og hefur þú hugsað þér að koma til Rússlands og skrifa þetta sama einhvers staðar í Ivanovo (bær í Rússland, innsk. blaðamanns) og ekki í Dubai. Eða nær föðurlandsást þín bara yfir færslur skrifaðar í öðrum löndum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkfundur í Hafnarfirði

Líkfundur í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur sakar ríkisstjórnina um svik við verkafólk – „Allt að 15% lakari lífeyrisréttindi“

Vilhjálmur sakar ríkisstjórnina um svik við verkafólk – „Allt að 15% lakari lífeyrisréttindi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun

Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slapp við að greiða dagsektir vegna mistaka MAST

Slapp við að greiða dagsektir vegna mistaka MAST