fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Helstu fréttir næturinnar frá Úkraínu – Vilja senda friðargæslulið til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 06:19

Þetta fjölbýlishús í Kyiv skemmdist mikið í árás Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæpar þrjár vikur síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Hernaður þeirra hefur ekki gengið eins og þeir reiknuðu með og framsókn þeirra hefur víðast hvar verið stöðvuðu. Auk þess að glíma við harða mótspyrnu úkraínskra varnarsveita þá glíma Rússar við skort á mannafla og erfiðleika í birgðaflutningum.

Hér er yfirlit yfir helstu fréttir næturinnar frá Úkraínu og málefnum tengdum innrásinni.

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði í nótt að kröfur Rússa í samningaviðræðunum við Úkraínu séu nú orðnar raunhæfari en áður. Bjartsýni hans er samhljóma bjartsýni Mykhailo Podoljak, aðalsamningamanns Úkraínu, um gang viðræðnanna. Hann sagði á Twitter að viðræðunum verði haldið áfram í dag. Þær séu erfiðar, um ákveðin atriði séu aðilarnir algjörlega ósammála en það sé hægt að komast að málamiðlunum. Zelenskyy sagði einnig að Úkraína sé ekki á leið í NATO á næstunni. Það sé staðreynd sem þjóðin þurfi að sætta sig við.

Jaroslaw Kaczynski, varaforsætisráðherra Póllands, heimsótti Zelenskyy í Kyiv í gær ásamt forsætisráðherrum Póllands, Slóveníu og Tékklands. Eftir heimsóknina sagði hann að hann telji nauðsynlegt að senda friðargæslulið til Úkraínu. Það geti verið hermenn frá NATO eða hugsanlega enn breiðara alþjóðlegra lið. Þetta verði að vera friðargæslulið sem getur varið sig og starfað í Úkraínu. Það verði að vera vopnað en meginverkefni þess verði að veita mannúðarhjálp og friðsamlegan stuðning.

Úkraínska innanríkisráðuneytið segir að úkraínskar hersveitir hafi drepið rússneska hershöfðingjann Oleg Mitjaev í gær þegar rússneskar hersveitir gerðu áhlaup á Mariupol. Anton Gerasjenko, talsmaður ráðuneytisins skýrði frá þessu og birti mynd á skilaboðaþjónustunni Telegram af líki Mitajev. Hann er fjórði rússneski hershöfðinginn sem Úkraínumenn hafa fellt í stríðinu.  Hann barðist í Sýrlandi.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, mun væntanlega tilkynna um meiri stuðning við Úkraínu í dag. Reiknað er með að hann muni tilkynna um 800 milljóna dollara framlag Bandaríkjanna til varnarmála í Úkraínu. Biden mun væntanlega tilkynna þetta þegar Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, ávarpar bandaríska þingið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna