fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Margir sniðganga rússneskan vodka – Vinsælasti „rússneski“ vodkinn er ekki rússneskur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 05:03

Stolichnaya. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar síðastliðinn hafa margir sniðgengið rússneskar vörur og enn aðrir hafa hvatt neytendur til að sleppa því að kaupa rússneskar vörur. Margir hafa tekið upp á því að sniðganga rússneskan vodka en kannski vita ekki allir að vinsælasti „rússneski“ vodkinn er alls ekki rússneskur.

Segja má að þetta séu táknrænar aðgerðir almennings enda ekki margar rússneskar vörur í boði í verslunum.

En hvað varðar hinn vinsæla vodka Stolichnaya þá telja margir hann vera rússneskan en það er hann ekki. Það er ísraelski kaupsýslumaðurinn Yuri Shefler sem á hann. Hann er að vísu af rússneskum ættum en flutti frá Rússlandi fyrir 22 árum eftir að honum sinnaðist við Vladímír Pútín. Síðan þá hefur hann verið ötull gagnrýnandi Pútín.

Stolichnaya er ekki framleiddur í Rússlandi heldur í Lettlandi og þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var hætt að nota korn frá Rússlandi í hann og skipt yfir í korn frá Slóvakíu að sögn Sky News.

Önnur þekkt vodkategund er Smirnoff sem var upphaflega rússneskt en er nú í eigu breska fyrirtækisins Diageo.

Eins og DV benti á nýlega þá geta neytendur stýrt fram hjá kaupum á rússneskum vörum með einfaldri aðferð.

Svona getur þú forðast að kaupa rússneskar vörur – Einföld aðgerð í hverri verslunarferð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna