fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Dagbjört fann til skammar – „Það er ég sem á fíkilinn“

Fókus
Mánudaginn 14. mars 2022 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjört er tveggja barna móðir, leikskólakennari og rithöfundur. Í hlaðvarpi hjá „Það er von“ deilir hún reynslu sinni af því að eiga son sem er með fíknisjúkdóm.

Hann átti alltaf erfitt með skólagöngu og var meðal annars greindur með ofvirkni og athyglisbrest þegar hann var einungis 6 ára gamall. Þau fluttust þá fljótlega til Dalvíkur í minna samfélag sem hentaði honum betur. Það var svo í áttunda bekk sem Dagbjört kom að syni sínum í fyrsta sinn undir áhrifum og upplifði hún ákveðna afneitun á þeim tíma. Sonur Dagbjartar bjó heima hjá þeim til 19 ára aldurs þegar hann hefur vegferð sína að bata. Hann var um nokkurra ára skeið inn og út úr meðferðum, geðdeildum og bráðamóttöku. Á svipuðum tíma lendir Dagbjört í slysi og verður fyrir höfuðhöggi sem hafði m.a. gífurleg andleg áhrif.

Sneri aldrei baki við syni sínum

Dagbjört sleit aldrei samskiptum við son sinn þegar hann var í neyslu: „Ég er þeirrar skoðunar að maður má sýna virkum fíkli kærleika,“ segir hún og má heyra móðurástina greinilega í þessum orðum.

Þegar Dagbjört hefur rætt við fólk um son sinn og reynslu sína hefur hún ekki upplifað mikla skömm heldur miklu frekar samkennd. Hún man reyndar glöggt eftir einu atviki þar sem hún fann fyrir mikilli skömm. Þá var hún að ganga inn í sal á ættarmóti og hugsaði með sér: „Það er ég sem á fíkilinn.“ Taldi hún að öllum hinum hefði tekist mun betur í uppeldinu en henni.

Dagbjört hafði reynt ýmsar leiðir til þess að takast á við þessa erfiðleika og var hún á tímabili mjög langt niðri, en svo kom hjálpin á endanum frá óvæntum stað. Í dag hefur sonur Dagbjartar verið í bata á annað ár og henni finnst eins og hún hafi endurheimt son sinn. „Frá því að hann fer inn í unglingsárin, þá lokar hann svo mikið á mig og nú er ég búin að fá drenginn minn til baka.“ Hún segir að áhyggjurnar yfir syni sínum muni örugglega aldrei hverfa að fullu, en núna hefur hún verið að vinna í sjálfri sér, er að taka mataræðið í gegn og hefur fengið sér hund sem veitir henni mikinn félagsskap. Skilaboðin sem Dagbjört vill gefa öðrum foreldrum sem eiga orkumikil og krefjandi börn, eða börn með fíknisjúkdóma, eru þessi: „Sækja sér alla þá hjálp sem maður mögulega getur fengið, hjálpin kemur ekki til þín“.

Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda