fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Viðurkennir að hún man lítið eftir því að hafa verið í „Friends“

Fókus
Miðvikudaginn 9. mars 2022 20:00

Courteney Cox. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Courteney Cox viðurkennir að hún man lítið eftir tökum fyrir vinsælu sjónvarpsþættina „Friends.“

Leikkonan, sem er 57 ára, ræddi við Willie Geist í þættinum „Today“ á dögunum. Í viðtalinu sagðist hún hafa áttað sig á því að minni hennar væri gloppótt þegar hún og meðleikarar hennar komu fram í „Friends: The Reunion“ í maí 2021.

„Ég hefði átt að horfa á allar tíu þáttaraðirnar fyrst, því þegar ég kom fram í endurkomuþættinum og var spurð spurninga, þá var ég alveg: „Ég man ekki eftir að hafa verið þarna,““ sagði hún hlæjandi.

„Já, ég man ekki eftir að hafa tekið upp það marga þætti. Ég sé stundum Friends í sjónvarpinu og hugsa: „Guð minn góður, ég man alls ekki eftir þessu.“ En þetta er mjög fyndið.“

Leikkonan sagðist vera með lélegt minni. „Ég man ekki eftir neinu áfalli í æsku, ég er með kannski þrjár minningar. Ég veit ekki, ég veit ekki af hverju,“ sagði hún og bætti við að henni þætti leiðinlegt að muna lítið eftir tíma sínum í Friends.

„Ég er frekar svekkt að við tókum ekki fleiri myndir, því ég hef ekki margt til að horfa til baka.“

Það er þó ein minning sem situr föst í henni, þegar leikstjóri Friends, James „Jim“ Burrows, fór með alla sex aðalleikarana í ferð til Las Vegas stuttu áður en fyrsti þátturinn fór í loftið.

„Hann gaf okkur öllum 500 dollara og sagði: „Ég vil að þið munið eftir þessu augnabliki því þetta er í síðasta skipti sem þið getið gengið saman í gegnum spilavíti.“ […] Og það var rétt hjá honum, við gátum aldrei gert það aftur […] Við vorum ekki Bítlarnir en fólki leið eins og það þekkti okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda