fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Jón Axel og Camilla Rut fara enn og aftur í hart í beinni – „Nú skaltu fara að passa þig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. mars 2022 11:30

Jón Axel og Camilla Rut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Jón Axel og áhrifavaldurinn Camilla Rut Arnardóttir voru enn og aftur ósammála og tókust á í beinni í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Jón Axel er einn af þremur þáttastjórnendum og áhrifavaldurinn reglulegur gestur.

Sjá einnig: Camilla Rut og Jón Axel takast á í beinni um unað kvenna – „Hvaða kjaftæði er þetta?“

Í þetta sinn var Camilla að segja hlustendum frá svokallaðri „dekursturtu“ sem hún fór í á sunnudaginn og var Kristín Sif Björgvinsdóttir, þáttastjórnandi, mjög áhugasöm um hvað felst í sturtunni og húðrútínu áhrifavaldsins.

Camilla virtist meðvituð frá upphafi um að þetta gæti verið eitthvað sem mundi styggja Jón Axel og byrjaði á því að segja:

„Ímyndið ykkur bara, nýbúin að djúphreinsa baðherbergið. Og ekki grípa fram í Jón Axel,“ segir Camilla og útvarpsmaðurinn sagðist lofa því.

Camilla útskýrði síðan hvað fælist í dekursturtu. „Þið vitið hvernig þetta er, þetta er dásamlegt.“

Sjá einnig: Húsmæðraorlof Camillu gerði allt vitlaust – „Veistu hvað, nú þarft þú að fara að passa þig“

Jón Axel hneykslaði sig á fjölda snyrtivara sem áhrifavaldurinn notaði. „Það sem hægt er að selja konum […] Þetta hefur kostað þig svona 40-50 þúsund kall að nudda og juða þessu dóti á þig um helgina,“ sagði Jón Axel.

„Ég talaði um það [í Story á Instagram] um daginn, verandi tveggja barna mamma, hundamamma, með allt heimilið og með fyrirtæki, og vera með alla bolta á lofti,“ sagði Camilla.

Jón Axel greip þá fram í og sagði í augljósri kaldhæðni: „Þvílíkt álag.“

„Konurnar í gamla daga“

„Við vorum heima með Covid, það var svolítil keyrsla á skvís. Maður stóð í eldhúsinu frá því að maður vaknaði og þangað til maður fór að sofa, maður var að reyna að sinna öllum og græja og gera. Ég setti allt í sætin á undan mér, og svo þegar fór að koma smá rútína á heimilið þá fattaði ég að ég hefði lítið sem ekkert náð að hugsa um sjálfa mig og þar af leiðandi er ég bara miklu leiðinlegri,“ sagði Camilla Rut.

Jón Axel botnaði ekkert í Camillu og spurði hvernig hún haldi að „konurnar í gamla daga“ hafi farið að þessu. „Þær áttu kannski 20 börn,“ sagði hann.

„Hvernig heldurðu að þær hafi verið andlega? Hvernig heldurðu að þeim hafi liðið í hjartanu og heilanum,“ sagði Camilla og hækkaði  róminn.

„Nú skaltu fara að passa þig Jón Axel,“ segir Kristín Sif.

Þau ræddu svo nánar um aðstæður kvenna „í gamla daga“ og Camilla Rut benti á að andleg og líkamleg heilsa á þessum tíma hafi ekki verið eitthvað til að státa sig af.

Þú getur hlustað á allt viðtalið í spilaranum hér að neðan, en samtalið endar á því að Jón Axel segist vilja ræða þetta betur seinna. „Því ég er alls ekki sammála þér þarna,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“