fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Hugmyndin á bakvið nýtt nafn, útlit og nýjan verðlaunagrip útskýrð – ,,Það þarf tíma til að melta þetta“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Þór Ingason, sem ráðinn var af Íslenskum Toppfótbolta (ÍTF) til að gefa efstu deildum karla og kvenna á Íslandi nýtt nafn, útlit og fleira, var gestur í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut á föstudag.

Nafninu á efstu deildum karla og kvenna í fótbolta var á dögunum breytt í Besta deildin. Nafnið síðustu ár hefur verið Pepsi Max-deildin og þar áður Pepsi-deildin. Björn Þór leiddi hóp sem sá um að breyta nafninu, ásamt fleiru.

„Þetta er draumagigg, að fá að tvinna áhugamál og vinnu saman,“ sagði markaðsfræðingurinn Björn í þættinum.

Hann skoðaði sögu íslenskrar knattspyrnu og var valið á nafninu vel ígrundað. ,,Mín versta martröð var að mæta á sviðið með nýtt lógó og nafn, svo kæmi spurning um af hverju og ég: ,,af því þetta er bara flott eða eitthvað.“ Ég vildi að þetta ætti sterkari rætur í fótboltanum. Það voru Framarar sem unnu fyrsta opinbera knattleikinn á Íslandi. Svo kom einhver hugmynd á fundi hjá þeim að það yrði keppt um bikar að erlendum sið hérna heima og fóru að safna fyrir þessum bikar. Þeir vildu að handhafi þessa bikars bæri nafnbótina besta knattspyrnulið Íslands. Svo fer maður að skoða það aðeins í blaðagreinum og annað og það er miklu stærra en að verða Íslandsmeistari, að vinna nafnbótina, besta knattspyrnufélag Íslands.“

,,Við fórum í þessa undirbúningsvinnu, vorum að ræða við félögin. Félögin eiga þetta vörumerki svo það var nauðsynlegt að þau fengju að segja sína skoðun.“

En nafnið er ekki bara hentugt af sögulegum ástæðum. ,,Ef við horfum erlendis. Þetta skilst vel á Norðurlöndunum og í ensku. Ef við tölum um ,,betting“ fyrirtæki og annað. Ef þú ert með úrvalsdeildin eða Íslandsdeildin ertu kominn svolítið neðarlega (á síðunni). Þarna erum við ofarlega. Það er búið að fara í alls konar pælingar.“

Björn segist þjálfur hafa þurft tíma til að venja sig á nafnið. ,,Það tók góðan tíma hjá mér. Þannig ég skil alveg fólk. Það þarf tíma til að melta þetta.“

Auk breytingar á nafni þá verður Íslandsmeistarabikarnum verða skipt út fyrir skjöld. ,,Okkur langaði að gera eitthvað. Þetta er nýtt upphaf. Okkur langar að grafa alla sigurvegara frá upphafi á þennan skjöld,“ sagði Björn.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Björn í heild sinni. Þar kemur hann einnig inn á viðskiptahliðar deildarinnar, nýja sjónvarpsþætti og margt fleira.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
Hide picture