fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Furða sig á ummælum borgarstjóra – „Sjaldan hefur öðru eins grjóti verið grýtt úr glerhúsi“ – „Hver er það sem þarf að biðjast afsökunar?“

Eyjan
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði í samtali við Fréttablaðið að sala meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á 46 prósenta hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun hafi verið algjört hneyksli. Hann hafi gagnrýnt málið harðlega á sínum tíma og nú sé ljóst að gagnrýnin hafi verið réttmæt, en Landsvirkjun skilaði hagnaði upp á tæpa 30 milljarða á síðasta ári samkvæmt óinnleystum fjármagnslið á ársreikningi og hefur verið lagt til að greiddir verði um 15 milljarðar í arð vegna afkomu á síðasta ári.

Hlutur borgarinnar hefði verið um sex til sjö milljarðar ef eignarhlutar hefðu ekki verið seldir árið 2006.

Ekki eru allir sáttir með ummæli borgarstjóra um Landsvirkjun.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að sjaldan hafi öðru eins grjóti verið grýtt úr glerhúsi. Dagur ætti fremur að horfa sér nær og líta til eigin mistaka við rekstur borgarinnar.

„Öðruvísi mér áður brá. Sjaldan hefur öðru eins grjóti verið grýtt úr glerhúsi.

Borgarstjóri verður seint þekktur fyrir fjármálalæsi. Yfir átta ára valdatíð hans hafa hver fjármálaafglöpin rekið önnur. Rekstrarhæfi Sorpu var stefnt í hættu vegna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar sem stenst ekki gæðakröfur. Fordæmalaust lóðaklúður varð til þess að Malbikunarstöðin Höfði var eyðilögð sem söluvara. Sögu Braggans þekkja svo flestir, hvar borgarstjóri varði fleiri hundruð milljónum í endurbætur á húsnæði fyrir veitingarekstur. Listinn er lengri.“

Hildur telur að Dagur sé fyrst og fremst svekktur að borgin eigi ekkert tilkall til arðgreiðslna frá Landsvirkjun því slíkar hefðu komið sér vel í ljósi stöðu borgarinnar.

„Sami maður hefur hækkað skuldir borgarinnar um þriðjung á kjörtímabilinu, fjölgað starfsmönnum borgarinnar um 20% á fjórum árum og innheimt hæsta lögleyfða útsvar. Samhliða greiðir hann sér ríflegan arð úr Orkuveitunni þegar betur mætti nýta svigrúmið til að lækka orkureikninga heimilanna. Til að kóróna vitleysuna sendi hann svo neyðarkall á ríkissjóð á kjörtímabilinu, hvar hann sagði rekstur borgarinnar verða ósjálfbæran til margra ára ef ekki kæmu til tugmilljarða styrkir frá ríkinu.“

Hildur telur að Degi væri nær að sýna fjármálum borgarinnar í dag áhuga fremur en að horfa til fortíðar.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, tekur í sama streng og Hildur

„Já einmitt – er nú borgarstjóri að krefjast afsökunarbeiðni – hver er það sem þarf að biðjast afsökunar?
Maðurinn sem er búinn að skuldsetja borgarsjóð langt niður fyrir 6 fet.
Skuldir og skuldbindingar borgarsjóðs árið 2013 voru 62,2 milljarðar.
Skuldir og skuldbindingar borgarsjóðs árið 2021 voru 155,8 milljarðar.
Áætlaðar skuldir og skuldbindingar árið 2026 verða 240 milljarðar
Samstæðan öll skuldar nú 423 millarða“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn