fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Þaulskipulögð aðgerð og stórkostlegur árangur í björgunaraðgerðinni í Þingvallavatni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. febrúar 2022 07:00

Kafari við störf í Þingvallavatni Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær tókst að ná þeim fjórum, sem fórust í flugslysinu í Þingvallavatni í síðustu viku, í land. Um eina flóknustu og erfiðustu björgunaraðgerð sögunnar er að ræða hér á landi. Kafbátur með myndavél og griparmi var notaður til að finna líkin og lyfta þeim upp á minna dýpi þar sem kafarar tóku við þeim og fluttu í land.

„Með því að vinna þetta skipulega held ég að við höfum komið í veg fyrir að hætta skapaðist. Það er öllum létt, þetta er langt umfram það sem við gerðum okkur vonir um í síðustu viku að gæti gerst. Þetta er stórkostlegur árangur í mjög vondri stöðu,“ hefur Fréttablaðið eftir Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni, um aðgerðirnar en hann stýrði þeim.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði að mikill undirbúningur hafi legið að baki aðgerðum gærdagsins. Mikilvægt sé að vanda undirbúninginn eins og hægt er og hafi nánast hver mínúta kafaranna verið skipulögð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorleifur Kamban er látinn

Þorleifur Kamban er látinn
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna