fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Annar maður handtekinn vegna skotárásarinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 16:40

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í tilkynningu að tveir menn séu núna í haldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti í nótt. Annar mannanna er Hrannar Fossberg Viðarsson en hann er grunaður um að hafa skotið á par í Grafarholti í nótt.

Hrannar var handtekinn í morgun en hinn maðurinn var handtekinn eftir hádegi. Er sá maður á þrítugsaldri. Lagt var hald á ökutæki og skotvopn vegna rannsóknar málsins en tilkynningin er eftirfarandi:

„Tveir karlar eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram, en hinn var handtekinn í umdæminu eftir hádegi. Mennirnir eru á þrítugsaldri. Þá hefur verið lagt hald á ökutæki og skotvopn, sem lögreglan telur að hafi verið notað við verknaðinn. Lögreglan var með mikinn viðbúnað eftir að tilkynning um skotárásina barst í nótt enda málið mjög alvarlegt. Embættið hefur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðir vegna þess.

 Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, en fréttatilkynning verður aftur send fjölmiðlum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu
Fréttir
Í gær

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma
Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl