fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Hélt aftur af tárunum er hann þakkaði hetjunni sinni fyrir – Snerti meðal annars við harðhausnum Roy Keane

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 09:14

Mynd: Skjáskot ITV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska neðrideildar liðið Boreham Wood er eitt af spútnik liðum enska bikarsins þessa leiktíðina. Eftir sigur á B-deildar liði Bournemouth er Boreham Wood komið í fimmtu umferð bikarsins og mun þar mæta Everton.

Adrian Clifton, er ein af stjörnum liðsins og hann átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hann talaði um áhrifin sem Ian Wright fyrrum framherji Arsenal, hafði á sig.

Það skemmtilega við þetta viðtal var að Wright sat í stúdíói ITV í tengslum við umgjörð stöðvarinnar í kringum leik Boreham Wood og Bournemouth og horfði á viðtalið við Clifton.

Clifton hefur þurft að legga mikið á sig undanfarin ár til þess að ná þeim stað sem hann er á núna. Árið 2009 var hann umfjöllunarefnið í heimildarþætti Ians Writght sem bar nafnið Football Behind Bars. Ian Wright hjálpaði Clifton að snúa lífi sínu við því á þessum tíma sat Clifton í fangelsi.

Hann hóf knattspyrnuferilinn hjá Arsenal í akademíu félagsins en eftir að félagið ákvað að bjóða honum ekki samning, fór hann út af sporinu og endaði að lokum í fangelsi.

Í viðtali eftir leik Boreham Wood og Bournemouth, var farið yfir það hversu mikil áhrif Ian Wright hefði haft á Clifton og sá síðarnefndi var spurður að því hvaða skilaboðum hann myndi vilja koma á framfæri við hann.

,,Takk fyrir. Hvað annað get ég sagt? Það er von. Þegar að maður á borð við Ian kemur inn í líf ungs manns eins og gerðist í mínu tilfelli, hefur trú á manni, þá sýnir það manni hversu langt maður getur náð,“ sagði Clifton tárvotur í viðtali eftir leik.

Ian Wright sat ásamt Roy Keane, sem er þekktur harðhaus, í stúdíói ITV í kringum leikinn og saga Clifton snerti meira að segja við honum.

,,Frábært, mjög kraftmikið. Mögnuð saga, vel gert Wrighty,“ sagði Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United við Ian Wright eftir viðtalið við Clifton. ,,Þú gafst honum von,“ bætti Keane við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
433Sport
Í gær

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Í gær

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun