Sjónvarpsstjarnan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hafa sett einbýlishús sitt á Akranes á sölu. Vísir greinir frá.
Sigrún Ósk er kunnug flestum landsmönnum og hefur unnið við fjölmiðla síðastliðin 22 ár. Hún sló í gegn með þættina „Leitin að upprunanum“ á Stöð 2. Jón Þór tók við knattspyrnuliði ÍA í efstu deild karla á dögunum.
Húsið var byggt árið 1970, það er 143 fermetrar að stærð með þremur svefnherbergjum, bílskúr og stórum garði með sólpalli.
74,9 milljónir eru settar á eignina. Nánar má lesa um hana hér.