Sá orðrómur hefur verið á kreiki að samband Adele og Rich Paul sé á hálum ís og stutt sé í sambandsslit. Einnig hefur verið sú saga á sveimi að Adele muni ekki koma fram á Brit-verðlaunahátíðinni í næstu viku.
Kjaftasögurnar hefur ekki farið framhjá söngkonunni sem blæs á þær í færslu á Instagram.
„Ég er svo ánægð að deila því með ykkur að ég mun koma fram á Brits hátíðinni í næstu viku. Og ég mun líka koma við í hjá Graham [Norton] í sófann að spjalla á meðan ég er í bænum! Ég hlakka til! Og já, Rich biður að heilsa.“
Adele hefur ekki átt sjö dagana sæla. Í janúar greindi hún frá því að hún þyrfti að fresta tónleikaröð í Las Vegas vegna ýmissa uppákoma tengdum Covid-19.
„Mér þykir leitt að tilkynna þetta svona seint. Við erum búin að vera vakandi í meira en þrjátíu klukkutíma til að reyna að finna út úr þessu en við náðum því ekki. Ég er svo miður mín og skammast mín mikið, og mér þykir þetta sérstaklega leitt fyrir þá sem eru búnir að ferðast [til að komast á tónleikana],” sagði hún.
Sjá einnig: Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“