fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fókus

Adele kæfir orðróminn með einni athugasemd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. febrúar 2022 10:00

Adele og Rich Paul.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá orðrómur hefur verið á kreiki að samband Adele og Rich Paul sé á hálum ís og stutt sé í sambandsslit. Einnig hefur verið sú saga á sveimi að Adele muni ekki koma fram á Brit-verðlaunahátíðinni í næstu viku.

Kjaftasögurnar hefur ekki farið framhjá söngkonunni sem blæs á þær í færslu á Instagram.

„Ég er svo ánægð að deila því með ykkur að ég mun koma fram á Brits hátíðinni í næstu viku. Og ég mun líka koma við í hjá Graham [Norton] í sófann að spjalla á meðan ég er í bænum! Ég hlakka til! Og já, Rich biður að heilsa.“

Adele hefur ekki átt sjö dagana sæla. Í janúar greindi hún frá því að hún þyrfti að fresta tónleikaröð í Las Vegas vegna ýmissa uppákoma tengdum Covid-19.

„Mér þykir leitt að tilkynna þetta svona seint. Við erum búin að vera vakandi í meira en þrjátíu klukkutíma til að reyna að finna út úr þessu en við náðum því ekki. Ég er svo miður mín og skammast mín mikið, og mér þykir þetta sérstaklega leitt fyrir þá sem eru búnir að ferðast [til að komast á tónleikana],” sagði hún.

Sjá einnig: Adele brast í grát þegar hún sagði frá breytingunum – „Ég er svo miður mín og skammast mín mikið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum

Frábær tilþrif á Hálandaleikunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið

Stjórnarliðar fögnuðu þinglokum og valkyrjur tóku lagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 4 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi