Arsenal staðfesti brottför Gabon mannsins Pierre-Emerick Aubameyang frá félaginu á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Aubameyang flaug til Spánar á mánudag til að skrifa undir samning við Barcelona og sást á æfingu með spænska liðinu á þriðjudag.
Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni mun Joan Laporta, forseti Barcelona, tilkynna komu Aubameyang til spænsku risanna á þriðjudag.
„Við óskum Auba alls hins besta á vegferð sinni,“ stóð í yfirlýsingu frá Arsenal. Aubameyang skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir félagið. Framherjinn skoraði bæði mörk Arsenal gegn Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar árið 2020 er Arsenal hampaði titlinum í 14. sinn í sögu félagsins.
Hann hefur hins vegar ekki spilað fyrir liðið frá því hann gerðist sekur um agabrot í desember í fyrra og Mikel Arteta, stjóri liðsins, ákvað að taka af honum fyrirliðabandið.
⚡ For the match-winning moments
🙅♂️ For the iconic celebrations
😀 For making us smileThank you for everything, @Auba ❤️
— Arsenal (@Arsenal) February 1, 2022