fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Arsenal staðfestir brottför Aubameyang

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 20:54

Aubameyang var frábær fyrir Arsenal á sínum tíma. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal staðfesti brottför Gabon mannsins Pierre-Emerick Aubameyang frá félaginu á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Aubameyang flaug til Spánar á mánudag til að skrifa undir samning við Barcelona og sást á æfingu með spænska liðinu á þriðjudag.

Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni mun Joan Laporta, forseti Barcelona, tilkynna komu Aubameyang til spænsku risanna á þriðjudag.

Við óskum Auba alls hins besta á vegferð sinni,“ stóð í yfirlýsingu frá Arsenal. Aubameyang skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir félagið. Framherjinn skoraði bæði mörk Arsenal gegn Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar árið 2020 er Arsenal hampaði titlinum í 14. sinn í sögu félagsins.

Hann hefur hins vegar ekki spilað fyrir liðið frá því hann gerðist sekur um agabrot í desember í fyrra og Mikel Arteta, stjóri liðsins, ákvað að taka af honum fyrirliðabandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot