fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Ása Björg ráðin framkvæmdastjóri brandr

Eyjan
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 10:42

Ása Björg Tryggvadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Björg Tryggvadóttir tók við starfi framkvæmdastjóra brandr í byrjun janúar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Ása Björg hafi  áður starfað  sem markaðsstjóri Bestseller ásamt því að sitja í framkvæmdastjórnfyrirtækisins.

Samhliða störfum sínum hjá Bestseller gengdi hún einnig starfi markaðsstjóra Nespresso þegar fyrirtækið hóf starfsemi hér á landi árið 2017. Þar áður var Ása markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu og kom að verkefnum fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki. Ása hóf ferilinn í markaðsdeild Heklu þar sem hún vann fyrir Volkswagen, Audi og Benz.

Ása lærði viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á markaðsmálum og heilbrigði vörumerkja.

„Ég hlakka mikið til að vinna með flottum hópi sérfræðinga hjá brandr sem eru á frábærri vegferð við að styrkja stöðu markaðsmála meðfaglegri vinnu í rannsóknum og stefnumótun fyrir öflug íslensk vörumerki,“ er haft eftir Ásu Björg í tilkynningunni.

Friðik Larsen, eigandi brandr segir Við erum afar ánægð með að Ása er gengin í okkar raðir því hún hefur bæði mikla reynslu markaðsmálum og ráðgjöf og ennfremur býr hún yfir reynslu í rekstri Hún mun stýra starfsemi félagsins á Íslandi og hjálpa okkar viðskiptavinum að auka virði sinna vörumerkja. Með komu hennar mun ég einbeita mér meira að skrifstofum brandr í Berlín og Osló en við munum opna á síðarnefnda staðnum á næstu vikum.“

brandr vinnur með íslenskum fyrirtækjum í markaðsmálum og vörumerkjastjórnun og er ráðgefandi við að skilgreina tækifæri og ógnanir sem liggja á markaði, ásamt því að takast á við þær áskoranir sem fylgja breytingum á ásýnd og stefnu. brandr framkvæmir úttektir á vörumerkjum í þessu skyni, ásamt því að veita margvísleg gagnagreiningu. Þá veitir fyrirtækið einnig bestu íslensku vörumerkjunum viðurkenningar ár hvert. Viðurkenningar hátíð verður 10. febrúar næstkomandi. Lesa má meira um viðurkenningarnar og ferlið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins