fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Sláandi myndir sem sýna hvað samfélagsmiðlar geta verið blekkjandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Josephine er danskur lífsstílsþjálfi og breiðir út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar á samfélagsmiðlum.

Hún leggur áherslu á að sýna hvað samfélagsmiðlar geta verið blekkjandi með því að sýna hvernig stjörnurnar og áhrifavaldarnir nota smáforrit og „filtera“ til að breyta útliti sínu.

Það er vægast sagt sláandi að sjá hversu mikið er hægt að gera með einföldu símaforriti eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Josephine sýnir hvernig er hægt að bæta við farða, þráðbeinu hvítu brosi, skipta um hárlit og jafnvel bæta þykkt við hárið.

Ekki nóg með það þá er einnig hægt að breyta líkama í þessum forritum og myndbönd eru ekki undanskilin eins og hún sýnir í myndbandinu hér að neðan.

Josephine vildi sjá hversu langt hún gæti gengið með þessa filtera, sjáðu myndbandið hér að neðan.

„Mig langar að gráta, hlæja og öskra á sama tíma. Það er svo ruglað hvað er hægt að gera með þessum smáforritum,“ segir hún.
„Ertu að gráta? Hér er filter til að fela það. Varstu að vakna? Hér er filter til að láta þig líta út fyrir að vera glaðvakandi. Ertu búin að vera þunglynd upp á síðkastið? Hér er bros til að setja á andlitið þitt.“

Josephine segir að þó þessir filterar geti verið fyndnir þá eru þeir einnig ógnvekjandi og mjög sorglegir. „Því fólk er að nota þessa filtera í alvörunni,“ segir hún.

Stjörnurnar, eins og Kardashian-Jenner fjölskyldan, eru oft á tíðum gagnrýndar fyrir að setja óraunhæfa fegurðarstaðla með því að birta myndir á samfélagsmiðlum sem hefur verið breytt í myndvinnsluforritum. Josephine sýnir hversu einfalt það er að gera það og það eru ekki aðeins stórstjörnurnar sem gera þetta, það er því mikilvægt að vera vakandi fyrir þessu og ekki bera þig saman við það sem þú sérð á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Raunverulega myndin af Khloé Kardashian afhjúpuð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“