fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Reynir skipti um lása heima hjá sér eftir atburði gærdagsins – „Óhugnanlegt að lenda í svona aðgerðum misyndismanna“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. janúar 2022 09:58

Reynir Traustason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og fjallað var um á DV og í öðrum fjölmiðlum í gær urðu ótrúlegir atburðir í tengslum við fjölmiðlinn Mannlíf í gær. Brotist var inn í bíl Reynis Traustasonar þar sem hann stóð á bílastæði við Úlfarsfell, og lyklum að ritstjórnarskrifstofum Mannlífs var stolið. Þangað var brotist inn, turntölva tekin traustataki og í henni eytt öllu efni af vef Mannlífs.

Reynir Traustason opnaði sig um þessa atburði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun. Í færslunni segir hann að dagurinn í gær hafi verið erfiður en að nú sé farið að rofa til. „Lét skipta um læsingar á heimili mínu og nágrannar sjá um að vakta óeðlilegar mannaferðir,“ segir hann.

Lesa meira: Innbrotið í Mannlíf vindur upp á sig – Róbert Wessmann hótar Guðmundi lögsókn fyrir að bendla sig við afbrot

Ljóst er að tjónið hefur verið töluvert en Reynir fer yfir það sem varð fyrir tjóni í færslunni. Tjónið af innbrotinu í bílinn minn og á ritstjórnarskrifstofurnar er mikið, bæði fyrir mig persónulega og fyrir útgáfuna. Þetta var í senn þjófnaður á stórum hluta útivistarbúnaðar míns, tölvum á ritstjórn og skemmdarverk á mannlif.is og bifreið,“ segir hann.

„Enn eigum við eftir að ná upp nokkrum fréttum sem glæpamennirnir eyddu í fyrrinótt en mannlif.is er að öðru leyti opinn og virkur. Strákarnir á Kaktus hafa þar unnið þrekvirki í að bjarga málum. Á meðal þess sem hvarf eru áður birtar, ítarlegar umfjallanir um ónefndan auðmann sem munu birtast á næstunni.“

„Óhugnanlegt að lenda í svona aðgerðum misyndismanna“

Reynir segir að verið sé að vinna að því að endurheimta allt sem hvarf. Hann þakkar þá fyrir stuðninginn sem hann og aðrir á Mannlífi fengu í gær í kjölfar þessara atburða. „Sérstaklega þakka ég Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélags Íslands, sem hefur haft samband lýst hefur stuðningi við okkur í þessum raunum,“ segir hann.

„Það ætti enginn að velkjast í vafa um að það er óhugnanlegt að lenda í svona aðgerðum misyndismanna og vera eltur í því skyni að eyðileggja persónulegar eigur og starfsvettvang. Það er mikið högg fyrir alla sem fyrir því verða. Fyrir fjölmiðlafólk eru þessi vinnubrögð áhyggjuefni og ættu að vera hafin yfir innbyrðis deilur eða óbeit á milli miðla. Við skulum standa saman að því leyti.“

Að lokum segir Reynir frá því sem er á döfinni hjá sér og ritstjórninni. „Nú tekur við að ná jafnvægi aftur á ritstjórn Mannlífs og halda áfram að verjast, meðal annars lögfræðingum í London sem gert hafa kröfu um gögn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst