fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Biden reiknar með árás Rússa á Úkraínu – „Ég reikna með að hann ráðist inn, hann verður að gera eitthvað“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 06:25

Biden og Pútín hittust fyrir nokkrum árum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær ræddi Joe Biden, Bandaríkjaforseti, við fréttamenn í tilefni þess að eitt ár er liðið síðan hann tók við embætti. Aðspurður um hvort hann telji að Rússar muni ráðast inn í Úkraínu sagðist hann reikna með því. En hann virtist gefa í skyn að það muni skipta miklu um viðbrögð Vesturlanda hvort um allsherjar innrás verður að ræða eða takmarkaða innrás eða óhefðbundinn hernað.

Sky News skýrir frá þessu. „Ég reikna með að hann ráðist inn, hann verður að gera eitthvað,“ sagði Biden um fyrirætlanir Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, varðandi Úkraínu.  Hann sagðist einnig telja að Pútín muni láta reyna á viðbrögð Vesturlanda, Bandaríkjanna og NATO. „En ég held að hann muni greiða þetta dýru verði en hann heldur að þetta muni ekki kosta hann neitt. Ég held líka að hann muni sjá eftir þessu,“ sagði Biden einnig.

Bandaríkin og Vesturlönd hafa hótað Rússum hörðum refsiaðgerðum ef þeir ráðast á Úkraínu og sagt að þær verði svo harðar að Rússar hafi aldrei séð neitt þeim líkt.

Þegar Biden var spurður hvort það muni draga úr refsiaðgerðum ef um takmarkaða innrás verður að ræða gaf hann í skyn að svo kynni að fara. Hann sagði að Rússar verði látnir sæta ábyrgð ef þeir ráðast á Úkraínu. Eðli refsiaðgerðanna muni fara eftir aðgerðum þeirra. Ef þeir geri það sem þeir geta með því herliði sem þeir hafa safnað við úkraínsku landamærin muni það kalla hörmungar yfir Rússland.

Að fundi loknum sögðu ráðgjafar Biden að hann hafi verið að ræða um viðbrögð við mismunandi tegundum árása, árás hers eða annarskonar árás, til dæmis tölvuárás eða árás málaliða eða uppreisnarmanna sem njóta stuðnings Rússa. Það verði brugðist við slíkum árásum á viðeigandi hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur