fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Tveir piltar af Hlíðarenda sáust á Akranesi um helgina – Sigurður kíkir til Króatíu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Johannes Vall og Christian Köhler sem léku með Val á síðustu leiktíð í efstu deild karla eru mættir til æfinga hjá ÍA sem einnig leikur í efstu deild.

Vall og Köhler áttu ágætis spretti með Val en á Hlíðarenda var ákveðið að semja ekki við hann.

„Það sáust leikmenn á Skaganum, Vall og Köhler,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football í þætti sínum í dag.

Jóhann Már Helgason sem var gestur þáttarins er stuðningsmaður Vals. „Þeir mega alveg fara þangað, Vall var ágætur en Köhler ekki góður. Köhler var flopp hjá VAl en kannski fínir á Skaganum.“

Einnig kom fram í þættinum að Sigurður Bjartur Hallsson framherji KR væri á reynslu í Króatíu hjá Lokomotiv Zagreb. Hann getur farið frítt frá KR en þangað kom hann í haust frá Grindavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“