fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Jón Daði um erfiða síðustu mánuði: „Því hærra sem þú ert þá er það minna fallegt“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var rosalega gott fyrir mig, meira en fólk heldur að fá þessar mínútur og mark í þokkabót. Þetta gefur mér hellings sjálfstraust og orku í næstu skref sem eru framundan,“ sagði Jón Daði Böðvarsson eftir að hafa skorað gegn Úganda í æfingaleik í dag.

Leiknum í Belek í Tyrklandi lauk með 1-1 jafntefli. Jón Daði var að spila sinn fyrsta fótboltaleik í fimm mánuði. Milwall á Englandi vill losna við Jón og hefur því ákveðið að setja hann í frystikistuna svo að hann komi sér burt.

„Vonandi hjálpar þetta, það er bónus að standa sig í verkefnum með landsliði. Það er jákvætt, fyrst og fremst er gott að komast í umhverfið og spila fótbolta. Fá þessar mínútur í tankinn og sjá að maður sé á góðum stað fyrir nýtt skref í janúar,“ sagði Jón sem vonast til þess að finna sér lið á allra næstu dögum.

Jón Daði er þakklátur fyrir tækifærið með landsliðinu á þessum tíma. „Auðvitað er þetta ekkert kjörstaða, ég hef ekki verið í hóp allt þetta tímabil. Þetta er ekki ákjósanleg staða fyrir þjálfara að velja leikmann upp á leikform að gera. Ég hef æft mjög vel og kom vel út úr þessum leik, ég er þakklátur fyrir öll tækifæri með landsliðinu.“

Um markið hafði Jón Daði þetta að segja. „Þetta var frábært spil og Viðar Ari kemur með frábæra sendingu. Ég þarf að setja hausinn minn í þetta, frábær tilfinning að skora mark.“

Milwall lét Jón Daða vita síðasta sumar að hann yrði ekki í neinum plönum félagsins.

„Ég fékk að heyra það rétt fyrir síðasta að glugga að ég væri ekkert í myndinni. Hann ætlaði að stóla á aðra framherja í staðinn, þeir vilja mig í burtu. Þá fæ ég ekki tækifæri, í þessum heimi er hann brútal þegar þú ert ekkert í myndinni, þá ertu ekki treataður vel. Maður er búinn að sjá það, erfiður tími andlega í langan tíma. Þess vegna er ég að reyna að komast eitthvað í janúar.“

Jón Daði fékk tækifæri síðasta sumar til að fara en það tókst ekki. „Samningaviðræður gengu ekki upp, alls konar hlutir sem þurfa að smella til að maður vilji fara. Síðan er maður með fjölskyldu líka og barn, hvar vill maður vera varðandi fjölskyldu. Þau tækifæri sem ég var að fá voru ekki eins ákjósanleg og ég vildi. Ég sé ekkert eftir því.“

„Þetta er mikið í Englandi og Norðurlöndum að mestu leyti, ég er aðallega að reyna að komast á lán. Til að fá mínútur og spila mig aftur í gang, fá sjálfstraust aftur og vera aftur í alvöru fótbolta. Þetta gengur ekkert lengur.“

Jón Daði fór svo nánar út í það af hverju Milwall vill ekki nota hann. „Þetta er taktík hjá klúbbum. Ef þú vilt ekki ákveðna vöru þá viltu að henni líði ekki vel, því hærra sem þú ert þá er það minna fallegt. Ég var ekki sáttur en hvað getur maður gert?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park