fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fréttir

Sölvi Tryggvason snýr aftur

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 29. desember 2021 13:25

Sölvi Tryggvason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir þættir Podcast með Sölva Tryggvasyni hafa verið gerðir aðgengilegir á ný. Það má því með sanni segja að Sölvi sé snúinn aftur á sjónarsviðið.

Þann 12. maí á þessu ári var öllum hlaðvarpsþáttum Sölva eytt af YouTube og af hlaðvarpsveitum. Var það gert í kjölfar fréttaflutnings um meint ofbeldi hans. Í kjölfar sögusagnanna um ofbeldið gaf Sölvi út hlaðvarpsþátt þar sem hann var viðmælandinn og vakti þátturinn töluverða athygli. Var það síðasti þáttur Sölva Tryggvasonar, í bili.

Nú geta aðdáendur hlaðvarpsþáttanna nálgast alla gömlu þættina í gegnum vefsíðuna solvitryggva.is en áskrift að efninu kostar 990 krónur á mánuði.

„Með því að gerast áskrifandi að Podcast með Sölva Tryggva færð þú aðgang að meira en 100 eldri þáttum, alls kyns aukaefni og 3-4 nýjum þáttum í hverjum mánuði. Um leið ert þú að hjálpa okkur að halda áfram þeirri vegferð að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna og geta boðið uppá innihaldsríkar og djúpar samræður með áhugaverðum einstaklingum í hverri viku. Auk þess verða dregnir út heppnir áskrifendur í hverjum mánuði sem fá veglega vinninga,“ segir í lýsingu um áskriftina á vefsíðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bruninn í Tryggvagötu 4-6: Tveir kettir fundust látnir í gærkvöldi – „Hann fær enga aðstoð hjá félagsmálayfirvöldum“

Bruninn í Tryggvagötu 4-6: Tveir kettir fundust látnir í gærkvöldi – „Hann fær enga aðstoð hjá félagsmálayfirvöldum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin
Fréttir
Í gær

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík
Fréttir
Í gær

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“