fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Brotist inn í netkerfi Strætó og ekki hægt að útiloka upplýsingaleka

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 28. desember 2021 16:57

Strætisvagn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuþrjótar brutust inn í netkerfi Strætó í gær og ekki er hægt að útiloka upplýsingaleka í tengslum við innbrotið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Strætó segir í tilkynningu að fyrirtækið sé í náinni samvinnu núna við sérfræðinga frá Syndis og Advania við að staðfesta atburðarás og greina umfang innbrotsins, eins hvort og þá hvaða upplýsingar þeir komust yfir.

Strætó bendir á að fyrirætkið sendi aldrei frá sér töluvpósta þar sem óskað er eftir kortaupplýsingum.

Hér er tilkynning Strætó í heild sinni:

„Strætó þykir leitt að tilkynna innbrot í netkerfi Strætó sem uppgötvaðist í gær, 27. desember 2021. 

Unnið er að staðfestingu atburðarásar og greiningu á umfangi í náinni samvinnu við sérfræðinga hjá Syndis og Advania. Atvikið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar, CERTIS og lögreglu.

Ekki er hægt að útiloka upplýsingaleka í tengslum við innbrotið, en of snemmt er að segja til um hvort og hvaða upplýsingar innbrotsþjófarnir komust yfir.  

Nú þegar hefur gripið til allra aðgerða til að fyrirbyggja hættuna á frekari gagnalekum.

Það skal þó ítrekað að Strætó sendir  aldrei út tölvupósta þar sem fólk er beðið um kortaupplýsingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus komið með sushi í verslanir

Bónus komið með sushi í verslanir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð