fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Skaut fjóra til bana í Denver

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. desember 2021 07:10

Frá vettvangi í Lakewood. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byssumaður skaut fjóra til bana í Denver og Lakewood í Colorado í Bandaríkjunum í gærkvöldi að staðartíma. Byssumaðurinn var að lokum skotinn til bana af lögreglunni á götu úti i Belmarverslunarhverfinu í Lakewood.

Denver Post skýrir frá þessu. Fram kemur að talið sé að byssumaðurinn hafi skotið fjóra til bana og sært að minnsta kosti þrjá, þar á meðal lögreglumann. Hann þurfti að gangast undir aðgerð í nótt að sögn talsmanns lögreglunnar.

Paul Pazen, lögreglustjóri í Denver, sagði á fréttamannafundi í nótt að um „morðæði“ hafi verið að ræða. Hann sagði að ekki sé talið að fleiri en sá sem lögreglan skaut til bana hafi verið að verki.

Atburðarásin hófst í Denver um klukkan 17 að staðartíma. Þá skaut maðurinn tvær konur til bana og særði karlmann nærri gatnamótum East First Avenue og Broadway. Skömmu síðar skaut hann mann til bana við East 12th Avenue og Williams Street. Hann hleypti síðan af skotum á gatnamótum nærri stærsta sjúkrahúsi borgarinnar. Hann virðist ekki hafa hæft neinn þar. Lögreglumenn komu auga á bíl byssumannsins eftir þetta og reyndu að stöðva akstur hans en byssumaðurinn skaut á þá og gerði lögreglubílinn óökufæran. Hann slapp því á brott og hóf skothríð við Kipling Street og varð einum að bana þar.

Lögreglumenn komu síðan auga á bifreið hans og skiptust á skotum við hann. Hann komst undan á hlaupum og fór inn í tvær verslanir þar sem hann skaut einn afgreiðslumann, ekki er vitað um alvarleika áverka hans. Eftir það varð lögreglumaður frá Lakewood á vegi byssumannsins og skaut hann lögreglumanninn. Að lokum skutu lögreglumenn manninn síðan til bana. Ekki er vitað hvað varð til þess að morðæði greip manninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali