fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Þrettán jólabörn þetta árið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. desember 2021 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti þrettán jólabörn fæddust nú um jólin. Sjö fæddust á aðfangadag og sex á jóladag. Flest fæddust á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík eða sex á aðfangadag og fimm á jóladag. Eitt barn fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri á jóladag en ekkert á aðfangadag.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að eitt barn hafi fæðst í Keflavík á aðfangadag en ekkert á jóladag.

Engin börn komu í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og á fæðingarstofu Bjarkarinnar í Reykjavík þessa tvo daga. Eitt barn fæddist á fæðingarstofu Bjarkarinnar á Þorláksmessu.

Ekki fengust upplýsingar frá öllum fæðingardeildum landsins um fæðingar á aðfangadag og jóladag og því eru jólabörnin hugsanlega fleiri en þrettán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rekinn til Íslands eftir að hafa látið sig hverfa í tveimur löndum

Rekinn til Íslands eftir að hafa látið sig hverfa í tveimur löndum
Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa heimilisinnbrotum – „Ég spjallaði smá stund við manninn, bauð honum kex og kvaddi hann með handabandi“

Íslendingar lýsa heimilisinnbrotum – „Ég spjallaði smá stund við manninn, bauð honum kex og kvaddi hann með handabandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum