fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Birkir Blær sigraði í sænska Idol – Fær plötusamning frá Universal

Fókus
Föstudaginn 10. desember 2021 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Blær Óðinsson gerði sér lítið fyrir í kvöld og sigraði í sænska Idolinu. Úrslitakeppnin fór fram í beinni útsendingu á TV4 í Svíþjóð þar sem sýnt var frá Globen höllinni í Stokkhólmi.

Ljóst er að Birkir Blær á framtíðina fyrir sér í tónlist en sem sigurvegari hlýtur hann að launum plötusamning við hina virtu Universal útgáfu.

Í úrslitunum í kvöld kepptu Birkir Blær og Jacql­ine Moss­berg Moun­kassa. Í fyrstu lotu tók Birkir Blær lagið All I Ask með Adele, síðan It´s a Man´s World með James Brown og í þriðju atrennu tóku þau sitt í hvoru lagið Weightless sem var sérstaklega samið fyrir keppnina.

Birkir Blær er að norðan og vakti þjóðarathygli á Íslandi þegar hann keppti fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri árið 2018 og sigraði með laginu I put a spell on you. Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti honum verðlaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Felix fellur í kramið hjá Finnum

Felix fellur í kramið hjá Finnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

OnlyFans-stjarnan Mary Magdalene er látin

OnlyFans-stjarnan Mary Magdalene er látin
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“