fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Ítalski boltinn: Morata og Dybala tryggðu Juventus þrjú stig

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 21:56

Morata skoraði tvö í dag. (Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus sótti Salernitana heim í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Juve hefur ekki átt gott keppnistímabil í ár og kom inn í leikinn með tvö töp á bakinu í síðustu tveimur leikjum liðsins í öllum keppnum.

Argentínumaðurinn Paolo Dybala kom Juventus yfir á 21. mínútu með frábæru skoti eftir þríhyrningsspil við Dejan Kulusevski og staðan 1-0 í hálfleik.

Alvaro Morata kom inn á sem varamaður á 66. mínútu og kom boltanum í netið fjórum mínútum síðar. Dybala fékk tækifæri til að bæta við öðru marki sínu í leiknum og þriðja marki Juventus í uppbótartíma þegar liðið fékk dæmda vítaspyrnu. Dybala fór á punktinn en rann í upphlaupinu og setti boltann hátt yfir markið. Lokatölur 2-0 fyrir Juventus.

Juventus er í 7. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 15 umferðir, sjö stigum Meistaradeildarsæti. Salernitana er á botninum með 8 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður

Rangnick hafnar starfinu hjá Bayern – Sá þriðji sem hafnar eftir viðræður
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum
433Sport
Í gær

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins
433Sport
Í gær

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“