fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Innbrotsþjófur handtekinn á vettvangi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 05:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 02.59 í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í Hlíðahverfi. Einn var handtekinn á vettvangi og var hann fluttur í fangageymslu.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi var ökumaður handtekinn skömmu fyrir klukkan 1 í nótt en hann ók um í stolnu ökutæki og var í annarlegu ástandi. Hann var fluttur í fangageymslu.

Í Miðborginni var tilkynnt um skemmdarverk á aksturhliði á öðrum tímanum í nótt. Hugsanlegt að ekið hafi verið á hliðið og svo stungið af. Eftirlitsmyndavélar eru á vettvangi.

Klukkan 1 í nótt var akstur ökumanns stöðvaður í Hafnarfirði en sá var að draga snjóþotu sem ungmenni voru á. Málið tilkynnt foreldrum og barnaverndarnefnd.

Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna og einn var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“