fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Telur Ísland geta barist um verðlaun á EM

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 13:28

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu segir að leikmenn liðsins muni ekki eiga erfitt með að gíra sig upp fyrir leik morgundagsins gegn Kýpur í undankeppni HM. Þá telur hún að liðið gæti farið langt á Evrópumótinu sem fer fram í Englandi á næsta ári.

Ísland vann fyrri leikinn gegn Kýpur fyrir rúmum mánuði síðan með fimm mörkum gegn engu. Íslenska liðið er töluvert sterkari og í raun formsatriði að sigur vinnist á morgun. Hún segir kæruleysis ekki gæta meðal leikmannahóps landsliðsins.

,,Við eigum aldrei í vandræðum með að mótivera okkur. Við lítum á þennan leik eins og hvern annan leik, það eru þrjú stig í boði og við ætlum að taka þau,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í dag.

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt á Evrópumótinu í Englandi næsta sumar og Glódís segir leikmenn liðsins verða meðvitaðri um mótið eftir því sem það líður nær því. ,,Það er búin að vera mikil umræða um þetta óg við erum ótrúlega spenntar að fara á um en nú þurfum við að huga að undankeppni HM, það er erfiðara að komast þangað en á EM og ég vona að við náum að gera það á meðan ég er í landsliðinu.“

Glódís segir erfitt að meta það hvort að núverandi landsliðið sé það besta sem hún hefur spilað með á sínum ferli. ,,Við erum með öðruvísi landslið núna en við höfum verið með áður. Núna erum við með mikið af ungum og tæknilega góðum leikmönnum í bland við reynslumeiri leikmenn sem búa yfir þessum gömlu góðu gildum sem fyrri landslið hafa verið byggð á. Þegar að við blöndum þessu saman fáum við góða blöndu. Ég er ótrulega spennt fyrir því að sjá hvað þetta lið getur náð að gera saman.“

Hún telur að liðið geti barist um verðlaunasæti á Evrópumóti næsta árs.

,,Já ég ætla að henda því fram hérna. Ef við höldum áfram á þessari vegferð með heppni og stemmningu í farteskinu ætla ég að segja að það sé allt hægt. Hópurinn er hungraður í að gera betur en síðast. Fyrsta markmiðið verður hins vegar að komast upp úr riðlinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher fékk sér átta bjóra í vinnunni í gær – Tók svo stórkostlegt viðtal

Carragher fékk sér átta bjóra í vinnunni í gær – Tók svo stórkostlegt viðtal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart